Sunnudagur til sælu
30.3.2008 | 11:21
sunnudagur til sælu
Ég og Haukur Leó ömmustrákur erum komin á ról og búin að snæða hollan og staðgóðan morgunmat eftir góðan nætursvefn. Við vorum sofnuð upp úr kl 22, og það á laugardagskvöldi, okkur fannst það alveg frábært. Ég er að hugsa um að skella mér í göngu til mömmu og pabba, með barn, hund og systir
Fá ilmandi kaffitár og jólakökusneið hjá mínum yndislegu foreldrum, það jafnast nú fátt á við sollis sunnudagsbyrjun. Obbo obb obbb, eitthvað er lyktin orðin grunsamleg
af litla snúllanum mínum, svo mér er ekki til setunnar boðið mínútu lengur. ´Bæ Bæ alle sammen.



Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.