Hvað er uppi í hausnum...............
28.3.2008 | 17:11
Hvað er eiginlega upp í hausnum á þessu stjórnarliði? Ég er búin að fá svo gjörsamlega upp í kok af þessu liði, lægstu laun hækka um 18 þúsund krónur, ókey það eru lægstu launin, en hvað með okkur bótalingana? Jú mikil ósköp 4000 þúsund kall fyrir örorku og ellilífeirisþega, er ekki nóg komið af hræsni og lygum hjá þeim sem eru að rembast við að stjórna þessu landi? Stjórna hvað svo sem? Þessir vitleysingar eru svo úttroðnir af sjálfshyggju og uppteknir við að bjarga öllum eignunum sínum að þeir eru bara búnir að steingleyma sínum rammfölsku loforðum, sem stóð svo sem aldrei til að efna, og ráðherradruslurnar nenna ekki einu sinni að hafa fyrir því að svara því, af hverju þessir hópar fá ekki það sama og aðrir. Svo sigla þeir þjóðarskútunni í strand rétt eins og ekkert sé eðlilegra........ Það er svo megn skítafýla af öllu því sem þessi guðsvolaða ríkisstjórn snertir á að það er ekki gott að vera Íslendingur í dag.
Við sem erum öryrkjar og ellilífeirisþegar þurfum líka að borða, við þurfum líka að borga meira fyrir matinn eins og allir aðrir, við þurfum líka að borga meira fyrir bensínið og allt annað sem hækkar frá degi til dags, á meðan ríkisstjórnin situr ráðþrota á sínum rassi og borar í nefið.
Þessir plebbar ættu að segja af sér ekki seinna en núna, þetta er vita getulaust lið sem er allri þjóðinni til skammar, aðrar þjóðir eru nú farnar að grínast með efnahagskerfið á Íslandi, og þykir engum skrítið.
Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.