Skattmann

Loksins búin að skila skattframtalinu, tók ekki mjög langan tíma, samt um að gera að geyma það fram á síðustu stundu Wink Mjög mikil frestunarárátta sem hrjáir mig þessa dagana, eða reyndar bara alla daga Tounge En hvað með það svo sem? Hver hefur sinn djöful að draga, og þetta er minn, fínt ef þetta væri bara sá eini, en sei, sei, nei þeir eru sko miklu fleiri djöfsarnir sem ég drattast með dagsdaglega.

Annars smassaði ég einum fataskáp í parta áðan og skutlaði honum út á pall, svo er bara að bíða og vona að einhver komi og hirði hann upp og skutlist með hann á haugana. Hann var eitthvað svo óspennandi og kvikindislega ljótur greyið. Svo skottaðist ég upp á pósthús með stóran búnka af bréfum sem ekki tilheyra mér, heldur fyrrverandi ábúendum þessarar íbúðar. Og ég fór í bankann og gekk frá heimilislínunni, og ekki má nú gleyma aðalafrekinu mínu sem var að merkja útidyrahurðina, það er eitthvað sem er ekkert víst að ég hefði endilega gert, líkt mér að vera ekkert að standa í svoleiðis smotteríi, en pósturinn Páll er með eitthvað væl, svo ég bara dreif í því. LoL

Í kvöldmatinn ætla ég að hafa steikta ýsu, kartöflur, hvítlauksbrauð og ferskt salat, nammi namm Smile

Nenni ekki meiru í bili. Bæjó spæjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband