Vantar kærleikann?

Æji! Það er eitthvað svo sorglegt hvernig allt verður vitlaust á svona frídögum. Allir ætla að sletta ærlega úr klaufunum, loksins komnir í nokkura daga frí. Engin hefur að markmiði að gista fangageymslu eða skandalísera sökum ölvunar heilu og hálfu næturnar.Lífið er ekki áreynslulaust nokkrum manni, áreytið og spennan sem gargar á okkur úr öllum áttum verður mörgum einfaldlega ofviða. Hvernig getum við vonast eftir hugarró þegar við erum stöðugt að eltast við eitthvað og keppa að einhverju.

Allt of margir eyða tíma og orku í að ásaka alla aðra um það sem miður fer, í stað þess að átta sig á að þeir geti lagt sitt af mörkum. Við ættum að byrja innra með okkur sjálfum, komum okkur sjálfum í lag, hreinsum út vondar tilfinningar og gamlar syndir, áður en við vitum af erum við farin að geisla frá okkur friði og kærleika í stað hroka og neikvæðni.

Ekkert er ómögulegt: Breytingin byrjar hjá einstaklingnum, fer þaðan inn í samfélagið, borgina, þjóðina og heiminn.


mbl.is Fangageymslur fullar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, já er ekki betra að sitja heima með fjölskyldunni og spjalla yfir kaffi og páskaeggi  

Gleðilega páska

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: hofy sig

Nákvæmlega, bara yndislegt.

Gleðilega páska

hofy sig, 23.3.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband