Páskagaman
23.3.2008 | 12:24
Gleðidda páska Já þetta sagði frumburðurinn minn á öllum stórhátíðum á sínum yngri árum, hvort það voru jól, páskar eða bara ef einhver átti afmæli, hann var ekkert að flækja málin neitt extra mikið á þessum árum, hann lagði sko ríka áheyrslu á dddd ið. En hvað um það, ég ráfa hér um íbúðina eins og sauður í leit að sameiginlegu páskeggi okkar mæðgna, en mín elskulega dóttir vildi endilega deila sínu eggi með mér, sem kom sér nú svona og svona þar sem ég ætlaði ekki að borða neitt páskegg, auðvitað afþakkar mann nú ekki svona fallegt boð frá sinni uppáhalds dóttur, maður kann sig nú, ég verð víst að láta mig hafa það að háma í mig súkkulaði "eins og mér finnst það nú vont " en já maður verður stundum að hugsa um fleiri en sjálfan sig, ekki vil ég særa litluna mína. Glætan! Að hún yrði sár, hún fengi bara meira og það gæti ég sko ekki horft upp á.
Snorri afþakkaði páskaegg á síðustu stundu mér til mikillar hrellingar, ég hef nebbla sko alltaf fengið allt súkkulaðið hans því hann er lítið fyrir sollis, og ég búin að auglýsa það um allar jarðir að ég ætli sko ekki að kaupa mér páskaegg út af því hvað ég er stabíl á þessu sviði
Hláturinn lengir ekki bara lífið, hann gerir það líka svo svakalega skemmtilegt, við Snorri grétum í bókstaflegri merkingu langt fram eftir nóttu glápandi á Næturvaktina, vorum svo sem búin að sjá hana í tívíinu en hlógum enn meira í þetta sinn og hættum ekki fyrr en allt var búið.
Svona fyrir þá sem ekki vita: Þá var Sundhöllin í Reykjavík vígð á akkúrat þessum degi, 23. mars árið 1937.
Svo var það einnig 23. mars sem söngsveitin Fílharmónía var stofnuð, árið 1960.
Og þá hafið þið það! Ég ætla hins vegar að fara að sansa fyrir fjölskylduhittinginn, sem verður seinna í dag, svo reyni ég að kíkja eftir páskegginu svona í framhjáhlaupi, má reyndar ekki byrja fyrr en heimasætan rís úr rekkju, guð má vita hvenær það verður
Já við erum svo yfirgengilega barnaleg á þessu heimili, felum páskegg og fleira skemmtó, þó hér búi enginn undir 15 ára aldri. Ekki má mann gefa ömmusnúllanum páskegg, ekki enn, en koma tímar koma ráð.
GLEÐIDDDDA PÁSKA
Og munið að vera góð við kvort annað, og alls ekki stela súkkulaði frá kvort öðru, ja nema þið séuð svona útsmogin eins og ég ég get nebbilega alltaf kennt Polla mínum um, hann stendur með sinni og myndi aldrei reyna að þræta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.