Eymingja fólkið.

Eymingja fólkið þarna fyrir vestan, það er svo þreytandi að hafa þessa hættu alltaf hangandi yfir sér, sumir þurfa sífellt að vera að rýma húsin sín, og flytja inn á aðra. Sú var tíðin að ég bjó þarna á hjara veraldar, það var oft erfitt fyrir borgarbarn eins og mig, það var sko heilmikið mál að skreppa einhvern spotta yfir háveturinn, enda entist ég ekki lengi á vestfjarðarkjálkanum, bjó þar þó í 2 ár. Hins vegar var alltaf gaman að koma vestur yfir sumartímann, og dvaldi ég oft þar í góðu yfirlæti hjá ömmu minni og afa á Ísafirði. En fólkið sem endist til að búa þarna ár eftir ár og áratug eftir áratug, á sko hrós skilið, já það á hrós skilið fyrir að halda þessum stöðum í byggð, ekki vildi ég sjá allt leggjast í eyði á þessum annars hrikalega fallega stað, það er Vestfjarðarkjálkanum.
mbl.is Snjóflóð féll á Óshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband