Sæli nú.

Sælt veri fólkið! Þá er mar búin með gönguna, hrikalega hressandi að labba sonna þegar flestir eru í fastasvefni, ja nema náttla ég, og kannski fáeinir aðrir. Annars er ég bara spræk, búin að koma örverpinu mínu í skúllen, og búin að vekja heimasætuna, því það er líka skóli hjá henni. Svo ég dúllast þá bara eitthvað, nenni ekki að pakka niður, ég nenni eiginlega engu þessa dagana. En það er skóli hjá mér í kvöld og sonna, bara gott mál. Svo þarf ég endilega að fara að drífa mig með hann Polla minn í bólusetningu og læknisskoðun, láta kíkja á prinsinn.

Ég hef verið að kíkja á rúm, ætla nebbla að fá mér nýtt, líst asskoti vel á rúmin í Betra Bak. Svo er ég líka að kíkja eftir nýjum sófa, kannski ég fái mér hornsófa, annars er ég alls ekki viss um hvernig sófa mig langar í, en ég kemst nú örugglega fljótt að því. Það er farið að styttast í flutninginn, þannig að það er eins gott að ég fari nú að lúskrast til að pakka einhverju af þessu dóti mínu niður í kassa.

Svo er hún Svandís mín nú bara að byrja í bílatímum á föstudaginn, omg! Ég veit eiginlega ekki alveg hvað mér finnst um það mál, ætli það sé þá ekki bara best að ég segi bless við bílinn minn. En ég get þá altént notað dömuna í sendiferðir, þegar hún verður búin að rífa af mér bílinn. Jæja ekki meira að sinni. Verið góð við hvort annað og líka við ykkur sjálf, þið eigið það skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband