Hvað varð um kærleikann?
29.1.2008 | 08:50
Hvað varð um kærleikann? Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvað fékk þessa ógæfusömu stúlku til að reyna að myrða sína eigin móður. Ætli móðirin hafi beitt hana ofbeldi, eða ætli hún hafi einfaldlega verið á höttunum eftir einhverju? Eins og til dæmis peningum sem myndu falla henni í skaut, ef móðirin félli frá. Eitthvað hafa mennirnir sem hún réði viljað fá fyrir sinn snúð, svo mikið er víst. Já mikil er nú grimmdin og samviskuleysið orðið í veröldinni. Og mikið á ég gott að elska mína mömmu út yfir allt, enda á ég náttla bestustu mömmuna.
Finnsk stúlka grunuð um að skipuleggja morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.