Grinvíkingar eitthvað öðruvísi?
14.1.2008 | 15:06
Vægast sagt stórskrítið, brjálað veður bara í Grindavík. Ætli grindjánarnir hafi gert eitthvað mikið af sér? VeðurGuðirnir eru greinilega ekki sáttir við fólkið á þessum stað, alla vega ekki í augnablikinu.
Hér hjá mér er einmuna veðurblíða, eins og náttla oftast hérna á Akranesi. Mér finnst best að hafa kannski bara pínu frost og stafalogn, á vetrum. Ég hef búið á Vestfjörðum og sakna ekki snjósins og ofsaveðrana sem þar geysa stóran hluta vetrar, ég hef líka búið í Grindavík og get ekki sagt að ég sakni veðurfarsins þar, ROK, ROK og meira ROK. Já svona er nú það.
Svakalega litaglöð sem ég er núna, bara gaman af því.
![]() |
Skólahaldi frestað til hádegis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grinvíkingar.......(Það vantar D'ið í fyrirsögninni....)
Þeir gerast kannski bara Grínvíkingar
Gaman að því.
Ísdrottningin, 14.1.2008 kl. 15:38
Úps! Já mér líst vel á Grínvíkinga
hofy sig, 14.1.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.