Hellú!
14.1.2008 | 09:18
Hellú allir saman. Ég ætla að reyna að eiga góðan dag í dag, vaknaði ekkert allt of bjartsýn svo sem, en ekki dugir að ákveða fyrirfram að allt muni verða erfitt og leiðinlegt. Það er auðvitað undir mér sjálfri komið hvernig ég tek á móti´þessum degi, rétt eins og öðrum dögum. Suma daga er samt erfiðara að takast á við en aðra, jafnvel þó þeir séu í stórum dráttum ekkert frábrugðnir hver öðrum. Það er bara eitthvað leiðinda vonleysi í mér þessa dagana varðandi ákveðna manneskju. Ég er samt ekkert á leiðinni í uppgjöf í því sambandi, veit ekki alveg hvernig ég get tæklað þessi mál, öðruvísi en allt fari upp í loft, en ég ætla að leggja mig aðeins, vaknaði kl. 6 ekki alveg ég. Kannski lundi verði léttari og bjartari eftir smá bjútý blund.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.