Stundum er lífið erfitt.
14.1.2008 | 00:14
Þá er helgin um garð gengin, og var hún bara fín, ég fékk ömmusnúllann minn að láni í dag, honum tekst alltaf að lýsa allt upp í kringum sig, það er ekki annað hægt en að líða vel í kringum hann. Í dag komu líka mamma, pabbi og Auður sys, við Auður, Polli og Haukur Leó fórum í göngutúr í góða veðrinu, svo komu Siggi Már og Sigrún í mat og það var grillað, bara sumarstemmari í því Stundum er lífið svona létt og skemmtilegt, en það koma líka erfiðir tímar, miserfiðir auðvitað, enda hefur manni svo sem aldrei verið lofað eilífri sælu. Það skiptast á skin og skúrir í lífi hvers manns. Svo er það misjafnt hvernig við höndlum erfiðu tímana, ég höndla þá í vissan tíma en svo bara brestur eitthvað og ég fæ bara nóg.
Það er eitthvað þannig í gangi hjá mér núna, veit samt ekkert hvað er best að gera í stöðunni, sumir einstaklingar eru svo snúnir að það er bara too much, sumir eru eitthvað svo ótrúlega erfiðir og staurblindir á eigin bresti að það gerir hvern mann vitlausan að umgangast þá. Ég freistast stundum til að hugsa um hvað Guð hafi haft í huga þegar hann útdeildi hamingjunni, einnig spái ég oft í hvort og hver tilgangurinn sé, með hinu og þessu í lífinu.'; En já já, þetta er orðið soldið mikið sjálfsvorkunnarlegt hérna hjá mér, ég játa það líka hiklaust að akkúrat núna er ég í sjálfsvorkunn, en hún stendur aldrei lengi hjá mér núorðið, verður örugglega farin í fyrramálið, eða alla vega skulum við vona það.
Ég ætla að fara í rúmið mitt núna. Góða nótt kæru vinir nær og fjær.
Athugasemdir
Þegar hurðin skellur í lás er Guð að reyna að benda þér á opnu dyrnar skammt frá. Auðvitað líður manni mis vel og aðstæður mis erfiðar. Mundu samt að þú ert aldrei ein. Þegar við höfum upplifað erfiðleikana þá kunnum við mun betur að njóta.
Emma Vilhjálmsdóttir, 14.1.2008 kl. 01:16
Alveg hárrétt hjá þér Emma, við eigum öll okkar góðu og slæmu daga, og við erum svo sannarlega aldrei ein, ég er alltaf að reyna að treysta Guði, og oftast gengur það bara vel.
hofý (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.