Sukk og svínarí.
11.1.2008 | 23:29
Sukk og svínarí! Svona fréttir eru orðnar daglegt brauð, að hugsa sér spillinguna sem er orðin allsráðandi í þessu þjóðfélagi okkar, þessi glæpafélög viðurkenna að hafa átt með sér langvarandi og ólöglegt samráð, hversu háan siðferðisstuðul skyldu þessir kónar hafa? Að mínu eru þeir gjörsamlega lausir við allt sem heitir siðgæði. Svindl á svindl ofan hvar sem gripið er niður, maður getur ekki einu sinni treyst verðupplýsingum á útsölum, eins og sannaðist þegar kona ein skellti sér á kirfilega auglýsta útsölu í Rúmfatalagernum á dögunum, hún hafði keypt sér jólaseríu fyrir jólin í umræddri búð sem þá kostaði 1299 kr. Hún var svo ánægð með seríuna að hún ákvað að kaupa sér aðra á útsölunni, en hún hætti hins vegar við er hún sá verðmiðann sem komin var á djásnið: Verð áður 1999kr + 50% afsláttur á kassa. Það er ekki skrítið að þeir geti boðið upp á 50% afslátt, þegar tekið er mið af viðskiptaháttunum sem tíðkast orðið út um allt. Hækka bara eina skitna jólaseríu sem ekki átti að kosta nema 1299 kr um 700 kr. Manni verður sko bara mál að gubba.
Viðurkenna ólöglegt samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.