Hálviti eða snillingur.
10.1.2008 | 16:26
Hvort ætli heilbrigðisráðherrann sé snillingur eða hálfviti? Fellir niður gjöldin hjá börnum og unglingum, sem er í sjálfu sér ekki slæmt, en að gera það á kostnað aldraðra og öryrkja er aftur á móti ekki mjög höfðinglegt. Hver ætli þurfi oftar að heimsækja Doksa, svona almennt séð, fólk sem fæddist fyrir 67 árum og þar yfir eða fólk sem fæddist fyrir 17 árum eða bara fólk sem fæddist áðan? Og hvort skyldi manneskja sem hefur af lækni verið dæmd út af almennum vinnumarkaði vegna SJÚKDÓMS eða SLYSS þurfa meira á læknisaðstoð að halda en börn og unglingar? Já herra heilbrigðisráðherra
er greinilega hagsýnn, það er nokkuð ljóst, mér sýnist líka að blessaður maðurinn sé ekki í neinu lífrænu samhengi við umhverfi sitt. Maður fær óþægilega á tifinninguna að hann álíti að við sem tilheyrum þessum tveimur áðurnefndum hópum, séum öll alvarlega fötluð á höfði, og séum bara sæl og glöð með að fá að borga meira í ríkisjötuna sem skammtar okkur eins stórmannlega og raun ber vitni.
Skyldi rödd samviskunnar ekki vera nógu sterk til að angra manninn, eða kannski hún sé bara of veik til þess að halda honum á réttri braut.
Ég get með engu móti fattað í hvaða raunveruleika ráðamenn allir sem einn búa í, fagurgali og innantóm loforð eru þeirra sameiningartákn. Fyrir kosningar streyma fram menn og konur veinandi og kveinandi yfir óréttlæti og skussaskap sitjandi ríkisstjórnar, þeir sem enn sitja í stólunum barma sér og ljúga kokhraustir hver í kapp við annan, og þó þeir hnjóti hvað eftir annað um sannleikann, eru þeir snöggir á fætur aftur og svo halda þeir ótrauðir áfram að hygla sjálfum sér og sýnum forréttindapíkum og jábræðrum.
Þessari ríkisstjórn er ekki bara skítsama um fólkið í landinu, þeir þekkja heldur ekki muninn á því að segja satt og að ljúga. Mín vegna mætti hún leggja upp laupana strax í dag, það yrði góður endir á slæmum ferli.
Vilja að komugjöld verði lækkuð eða felld niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.