Það er ekkert grín að fylla dýr.

Aumingja hundurinn, það er ekkert grín þegar hundarnir detta í það. Hundar hafa nebbla allt öðruvísi meltingarstarfsemi en við mannfólkið. Það getur meira að segja leitt þá til dauða. " sko í alvöru " Mér finnst alltaf jafn sorglegt þegar menn eru að stæra sig af því að hundurinn þeirra drekki oft með þeim. Það segir kannski allt sem þarf ef menn eru farnir að djúsa með hundinum sínum, drykkjufélagarnir búnir að fá nóg og ekki öðrum til að dreifa en blessuðum hundinum.

´Læt smá sögu af sífullum hundi fylgja hérna með.

Fyrir mörgum árum var ég á ferðalagi með vinnufélögum, við fórum eitthvað austur fyrir fjall, þar var pöbb sem ég get ómögulega munað hvað heitir, en hann var innréttaður eins og fjós, hlaða, eða einhverskonar útihús, það var mjög gaman að koma þarna við, svona öðruvísi en maður á að venjast. En gamanið kárnaði hjá mér þegar mér var bent á hundsgrey sem var ansi reikull í spori. Ástæðan var að vesalings hundurinn var ofurölvi, vertinn á þessum stað stærði sig nebbla af því að hella afgöngum úr glösum kúnnana í hundadallinn, kúnnarnir skemmtu sér vel og létu ekki sitt eftir liggja heldur dældu þeir bjór í fárveikt dýrið þar til hann lognaðist út af. Vertinn sagði þá, hann liggur þarna næsta klukkutímann, svo byrjar hann aftur, hann nær ekki einu sinni að þynnast upp, hann er svo svaðblautur þessi hundurUndecided

Ljót saga, ekki satt?


mbl.is Dingo datt í það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband