Jólin á bak og burt.

Þá eru jólin búin samkvæmt dagatalinu, ég er búin að hengslast við að pakka niður jólaskrauti í allan dag, með hangandi hendi. Ég verð alltaf jafn hissa á magninu þegar kemur að niðurtekningu skrautsins. Auðvitað bætist við um hver jól, svo tímir maður fáu að henda af gamla draslinu af því að það eru svo skemmtilegar minningar tengdar jólaskrauti.

Mér finnst samt sem áður ekkert verða tómlegt þó glingrið hverfi ofan í kassa, læt líka seríur sem eru ekkert jóló sjá um ljósastemminguna fram á vor. Það er bara kósí á dimmum vetrarkvöldum.

Best að pilla sig í rúmið, svo ég vakni til að hjálpa stelpunni minni í blaðaútburði sem fram fer á ókristilegum tíma.

Góða nótt og sofið sætt og rótt HeartSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband