Af hverju?

Af hverju ætli fólk stoppi ekki? Ég trúi eiginlega ekki að það sé vegna mannvonsku, mig langar svo að vita hvað fer í gegnum hugann á fólki sem ekur fram á slasaðan mann án þess að hjálpa honum. Skyldi það vera hræðsla sem aftrar fólki að stoppa? Og þá hræðsla við hvað? Eða er fólk almennt orðið svona tilfinningasljótt og hugsar, ææi ég nenni ekki að stoppa, það gerir það örugglega einhver annar. Mér finnst eitthvað svo óhugnanlegt að þetta sé staðreynd, ég á líka svo erfitt með að melta svona lagað, ég meina! maðurinn var alblóðugur og þetta var um hábjartan dag, þannig að það hefur varla farið fram hjá neinum að hann þurfti á aðstoð að halda. Svona er kannski bara Ísland í dag.
mbl.is Margir óku framhjá slösuðum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Einar Sverrisson

Ástæðan fyrir því nefnist á ensku diffusion of responsibility. Fólk firrar sig ábyrgð á því að stoppa og hjálpa manninum. Þetta gerir fólk ekki af mannvonsku, heldur hefur fólk tilhneigingu til að telja að næsti ökumaður muni stoppa og aðstoða manninn, ökumaður gæti t.d. hugsað með sér, það er svo mikið af bílum, það hlýtur einhver að stoppa. En þegar margir bílstjórar hugsa svona, þá bitnar það á vegfarandanum sem þarf á hjálp að halda.

Jón Einar Sverrisson, 7.1.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband