Mann má bara ekki neitt.
4.1.2008 | 12:28
Ekki hef ég trú á áramótaheitstrengingum, mér finnst áramótaheit eitthvað svo dæmd til að mistakast. Ég aftur á móti hef meiri trú á heitstrengingum á öllum öðrum dögum ársins, bara ekki 1. janúar. Til dæmis hætti ég að reykja 15. janúar fyrir tveimur árum, og er enn hætt. Ótrúlegt! En dagsatt Svo byrjaði ég í átaki 2. janúar í ár, engan sykur inn fyrir mínar varir meir og ýmislegt annað, bæði erfitt og drepleiðinlegt. Er það ekki furðulegt að ég skuli vera að smá tína út allt sem gott er í mínu eigin lífi? Hvað geri ég svo þegar ekkert er orðið eftir til að taka út? Varla ástæða til að hafa áhyggjur af því, það á örugglega einhver snillingurinn eftir að sannfæra mig um að enn verði ég að skera niður lystisemdir lífsins, það er að segja ef ég vil ekki vera orðin stórsködduð á sál og líkama langt fyrir aldur fram.
Nú er svo fyrir mér komið að ég held dauðahaldi um þessa örfáu kaffibolla sem ég skammta mér yfir daginn. Ég tek ekki í mál að láta samvisku mína rífa af mér kaffið eins og allt annað það er svo átakanlega sorglegt að ég get engum kennt um þessa innrás í mitt auma líf nema mér sjálfri.
Hömluleysi mitt á öllum sviðum hefur ósjaldan komið mér í bobba, ekki get ég lift glasi í góðra vina hópi mér og öðrum að skaðlausu, þannig að það er hreint ekki í boði og hefur ekki verið lengi. Nú, að fá sér kaffi og sígó er nú ekki eitthvað sem mar leyfir sér lengur, eins og það var GOTT. Og framvegis verð ég að láta mér nægja að naga gulrót í stað þess að gúffa í mig súkkulaði og öðru góðgæti. Ja þvílíkur meinlætalifnaður sem býður mín á komandi árum. Það er ekki laust við að það örli á pínulítilli sjálfsvorkunn hjá minni þessa dagana, og lái mér hver sem vill.
Best að fara að fá sér gulrót eða hreðku, nammi namm.
Athugasemdir
Dísus velkomin í hópin
Það er ekki laust við að ég sé komin í þennan hóp að vorkenna mér en ég er einnig líka að taka út ýmislegan munað sem ég hef alveg elskað út af lífinu og mér líður pínulítið þannig eins og ég sé í sorg því að ég sé að skilja við vin minn. Auðvitað er þetta erfitt að breyta um lífstíl en eins og ég hef séð og veit sjálf að þá er allt hægt ef maður hefur gefist upp og viðurkennir hömluleysi sitt og fær sér hjálp hjá Guði og mönnum. Gott að lesa bloggið þitt og gangi þér vel í þessu.
Lára (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:41
Sæl Lára mín. Við höldum bara áfram að berjast við munaðarpúkann Við eigum örugglega eftir að sigra þann ljóta lúða eins og okkur einum er lagið.
Baráttukveðjur til þín og knús náttla líka
Hófý (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:44
Velkomnar í sykurlausaliðið, stelpur! Gaman að vera ekki "ein" lengur. Get þá kannski boðið ykkur í sykurlaust kaffiboð...með geggjuðum kökum! Það þarf ekkert að vera leiðinlegt að vera sykurlaus! Ég er búin að vera sykurlaus í 9 mánuði eftir 4 daga!! Æðislegt!
Knús&kossar...
SigrúnSveitó, 4.1.2008 kl. 20:47
Þú ert sko hetja Sigrún, þetta er ekki auðvelt en samt hægt, til hamingju með næstum 9 mánuðina.
Knús á þig.
hofy (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:04
Reyndar er þetta ótrúlega auðvelt þegar ég er komin yfir afeitrunina. Reyndar hef ég dottið í smá þráhyggju, en sem betur fer hefur hún varað stutt í einu, og ég hef ekki látið hana taka stjórnina. En ég er engin hetja, án ÆM gæti ég ekkert!
Hlakka til að fylgjast með ykkur stöllum, getum örugglega samhæft og deilt með hver annari!
Kærleikur
SigrúnSveitó, 6.1.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.