Fégræðgin er mikil.

Loksins! Þessi umræða er þörf svo mikið veit ég. Það hefur of lengi verið farið illa með unga krakka sem vinna í verslunum. Að láta 14 ára krakka standa á kassa í átta klukkutíma með lágmarkspásum er ekki forsvaranlegt, svo ekki sé nú minnst á launin sem blessuð börnin bera úr býtum. Ekki hafa þau nein réttindi, ég veit ekki til að krakkar undir 16 ára séu tryggð að neinu leiti. Dóttir mín var að vinna í verslun þegar hún var 15 ára, hún þurfti meðal annars að mæta á starfsmannafundi eftir vinnutíma, eða á kvöldin einu sinni í mánuði og fyrir það fékk hún ekkert borgað, hún þurfti að koma sér til Reykjavíkur á eigin kostnað, við búum á Akranesi. Þeim var sagt að þær yrðu að mæta á starfsmannafundina annars yrðu þær bara reknar. Það var endalaust verið að hringja í hana, meira að segja þó vitað hafi verið að hún var í skólanum, endalaust kvabb um að hún kæmi í vinnu aukalega við það sem hún réð sig til. Starfsmannafundirnir gengu aðallega út á það að skamma krakkana fyrir eitt eða annað, kröfurnar til þeirra voru sem sé eins og um fullorðna einstaklinga væri að ræða, það er að segja þegar það var þeim sem réðu í hag, ég gæti tekið fleiri dæmi því af nógu er að taka, nenni hins vegar ekki að gera það að sinni. Það vita jú allir sem hafa einhverja smá þekkingu á réttindum starfsfólks í stéttarfélögum að þessi framkoma yfirmannanna er kolólögleg, þessir ungu krakkar eru ekki í neinu félagi svo þau geta bara sætt sig við ósómann. Eitt er alveg víst af fenginni reynslu að aldrei myndi ég samþykkja að barn undir 16 ára aldri færi í vinnu hjá þessum þrælabúðum. Að mínu mati er þetta barnaþrælkun og ekkert annað. Mér finnst sjálfsagt að kenna krökkum að vinna, lærði það ung sjálf, en það þarf að koma fram við þau eins og fólk, sem þau eru, en ekki eins og þræla. Þeir sem eiga þessar verslanir eru ekki alveg á flæðiskeri staddir, ekki skiptast þessar eignir á marga eins og allir vita, allt sameinað í sama pottinn. Mér finnst siðgæðinu vera verulega ábótavant hjá peningaplebbunum, gefa sig út fyrir að vara vinir litla mannsins og með lægsta vöruverðið, en reka búðirnar sínar með óhörðnuðum unglingum sem engan vegin eru fær um að standa undir kröfunum og álaginu sem á þá er lagt. Ja fyrr má nú vera fégræðgin segi ég nú bara. Þetta átti sko alls ekki að vara svona langt, en stundum tekur ritræpan af mér öll völd.
mbl.is Ítrekað brotið á börnum á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alla vega skárra að hafa íslenska krakka sem skilja mann en ómálga pólverja sem tala ekki íslensku í þjónustugeiranum. Ekki vorkenni ég þessu liði að þurfa að vinna. Á þessum aldri var maður farinn á sjó hvenær sem tækifæri gafst. Hel nú að það þýddi ekki að bjóða þessari kókópuffskynslóð upp á það

Stevie Wonder (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:33

2 identicon

Þetta er einmitt viðhorfið sem sorglega margir hafa gagnvart afgreiðslukrökkum, og koma fram við þau eftir því, og svo gamla tuggan! Á þínum aldri var ég nú út á sjó, eða á þínum aldri var ég búin að mjólka tuttugu beljur fyrir klukkan sjö, ég var svo miklu miklu duglegri en þið þarna letingjarnir ykkar, mikið svakalega er þetta eitthvað hallærislegt og þreytt. Í dag er í dag, gömlu tímarnir eru liðnir, guði sé lof fyrir það. Mér finnst reyndar engin ástæða til að vera með mont yfir því þó menn hafi mígið í saltan sjó eða saltað síld í tunnu löngu áður en þeir urðu kynþroska, þetta var tíðarandinn þá, en ekki í dag.

hofý (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:47

3 identicon

Þá kunni fólk að bjarga sér. Ef manni vantaði aur, þá varð maður að vinna sér hann inn fyrir. Maður gat ekki betlað af foreldrunum endalaust. Það er þó skárra að krakkar vinni og læri að lífið er ekki bara tölvuleikir og dans á rósum. Maður eignast sjaldnast nokkuð án þess að þurfa að hafa fyrir því. Því fyrr sem krakkar læra það. Því betra. Ég agnúast aldrei við afgreiðslufólk börn né fullorðna. Þeir sem venja sig á það hafa bara ekkert betra að gera

S.Wonder (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband