Smánarblettur
30.12.2007 | 03:27
Það má sjálfsagt endalaust deila um hvar á að bæta og hvar á að skerða, þó held ég að Guðlaugur sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur með því að hækka komugjöld elli og örorkulífeyrisþega. Einnig myndi ég vilja sjá breytingar í sálfræðigeiranum, mér skilst reyndar að til standi að gera eitthvað í þeim málum, og hefði átt að vera löngu búið. Einn tími fyrir barn "og sjálfsagt fullorðna líka" kostar 7.500 kr. Mörg börn þurfa að koma í hverjum mánuði í sálfræðiviðtal, það gerir 90.000 yfir árið, og það eru því miður margir sem hafa einfaldlega ekki efni á þessari þjónustu, það er meira en helmingi ódýrara að fara til barna og unglinga geðlæknis, en þeir hins vegar vísa í mörgum tilfellum á sálfræðingana. Tryggingastofnun tekur engan þátt í sálfræðikostnaðinum eins og málin standa akkúrat í dag. Það er svo sannarlega löngu tímabært að heilbrigðisyfirvöld fari að feisa og viðurkenna andlega sjúkdóma, börn og unglingar veikjast líka af slíkum sjúkdómum eins og dæmin sanna, BUGL er í fjársvelti og hefur alla tíð verið, að fárveik börn og unglingar skuli þurfa að bíða á skammarlega löngum biðlistum eftir hjálp er smánarblettur á velferðaríkinu Íslandi.
Börn greiði ekki komugjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 03:35
Sælar Hofy Sig.
þetta er mjög þarft framtak hjá þér,enn ein SKÖMMIN.Eg er að skamma þá líka í grein sem heitir ÍSLENDINGAR VAKNIÐ. En veistu það að ég ætla að biðja þig að halda áfram að vekja máls á svo mörgum meinum.sem að stjórnvöld eiga og geta lagað.Enn og aftur takk fyrir og velkomin í hóp okkar sem veljum VELSÆLD FYRIR ALLA.
GUÐ VERI MEÐ ÞÉR.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 04:12
Sæll Þórarinn. Já ég mun leitast við að opna augu fólks fyrir botnlausum sofandihætti stjórnvalda, umræðuna þarf að opna alveg upp á gátt, opinber umræða getur svo sannarlega haft áhrif, ég er orðin langþreitt á innantómum loforðum flokkana fyrir kosningar, loforð sem stendur svo aldrei til að efna.
hofy sig, 31.12.2007 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.