Kósý kvölstund

Tja hvað skal segja! Ég átti yndislega kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar, systan mín bauð í mat í tilefni afmælis síns Wizard Himneskur kjúklingaréttur var á borð borin, svo náttla geggjað góðir eftirréttir bæði hollir og óhollir, sjúklega kósý kvöld sem endaði á spilinu pictonary, reyndar voru það bara ég, systan, tengdadóttlan og mamman okkar sem lögðu í spilið. Karlmennirnir töldu sig of gáfaða til að vera með, hins vegar voru þeir eitthvað að pípa um að spilið hentaði okkur systrum sérlega vel þar sem við værum svo miklar ljóskur W00t við vorum svo sem ekkert ósammála því, okkur finnst nebbla bara gaman að vera svona eins og við erum. Annars þurftu strákarnir að rjúka fljótlega eftir matinn, sem er ekki nýtt, minn frumburður var reyndar fjarri góðu gamni, hann var í Höfuðstaðnum á jólahlaðborði, þannig að eftir voru einungis hann pápi minn, maðurinn minn og minnsti kallin í famelíen hann Haukur litli Leó,"ömmusnúllinn minn"InLove

En vááá! Jólin bara rétt handan við hornið og minns ekkert farin að baka, sem gerir akkúrat ekkert til, baka ef ég nenni annars ekki. Samt búin að kaupa næstum allar jólagjafirnar, skreyta og sonna, ekki búin að fara á neitt jólahlaðborð og nenni ekki á soleiðis þetta árið.

Keypti nokkra jóladiska í dag, systan mín er alltaf eitthvað að kvarta að það vanti músík í kotið, málinu sum sé reddað og ekkert pípTounge Annars er ég ekki til stóræðanna þessa dagana, orkuleysið stundum yfirgengilegt og verkirnir láta sig ekki vantaPinch sei sei nei þeir álíta það heilaga skyldu sína að hanga utan í mér ´dagana langa, bévaðir lúsablesarnir.Undecided Ég ætla samt að reyna að halda út fram yfir áramót á þeim lyfjum sem ég er á, reyna að fresta því eins og hægt er að fara á sterkari lyf.

Væri svo mikið til í að vera ekki svona undirlögð af þessum sóraskratta, ég er sem betur fer alveg meðvituð um að ég hef það samt svo miklu betur en margir aðrir og skammast mín fyrir að vera að væla og skæla, það er bara einhvernvegin svo að þessi fjári er orðin stór hluti af lífinu mínu þannig að ég kemst ekki hjá því að minnast á hann öðru hverju. So held ég að ég ætti að hafa vit á að pilla mig í bælið og fara að sofa í hausinn á mér.

Góða nótt allir og sofið rótt.

Þess óskar næturdrollarinn InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband