Orðljótir feðgar á blogginu

Ég verð alltaf soldið hissa og pínu reið, samt er það meðaumkun sem hefur yfirhöndina þegar ég sé hvað sumir eru hrikalega bitrir og reiðir út í allt og alla. Eins og feðgar tveir sem eru illa haldnir af ritræpu og hlusta ekki á neinn annan en sjálfan sig, og náttla hvorn annan, enda myndi enginn heilvita maður hlusta á þá ótilneyddur. Annar þeirra er svo átakanlega fastur í eigin tilfinningarkreppu og ekki síður fastur í dimmu hyldýpi ömurleikans, að sjálfsögðu er manninum ekki sjálfrátt. Það er líka til skíring á öllu, og ekki hefur farið fram hjá mér að maðurinn virðist engan vegin hafa náð að fóta sig í lífinu, honum hefur trúlega verið dömpað af kvennmanni of oft. Svo situr bálreiður maðurinn í súpunni og svalar reiði sinni með því að gera lítið úr þeim sem ekki hafa getu til að svara fyrir sig.

Hinn er ekkert annað en geðillt, elliært gamalmenni með hægðartregðu. Belgingurinn í þeim gamla er svo fáránlegur og yfirmáta óþroskaður, manni dettur helst í hug að hann hafi meyrnað áður en hann þroskaðist kallgarmurinn. Einhvernvegin hef ég það á tilfiningunni að feðgarnir séu gjörsneyddir öllu sem kallast gæti mannlegt eðli, menn án markmiðs en hafa hins vegar mikla trú á eigin heigulshætti. Alveg er ég viss um að þeir geta sagt eitthvað ljótt út um bæði munnvikin samtímis og ef þeir stæðu sjálfan sig einhverntíma að því að segja eitthvað fallegt þá yrðu þeir snöggir að leiðrétta sjálfan sig, bara til þess að halda sig við efnið, þó það nú væri.

Já já! Þessar feðgar vita allt en skilja ekkert. Ég vildi óska að ég gæti sagt eitthvað fallegt um þessa misvitru menningarvita, en því er nú ver og miður af því getur ekki orðið. Hvað frumleika þeirra í orðavali varðar þarf enga sérstaka þekkingu til að níða niður allt og alla. Án gríns þá held ég að þessir kallar séu svo hræðilega leiðinlegir að jafnvel gröfin geyspi yfir þeim. Ég ætla svo að tileinka þeim feðgunum setningu sem ég heyrði einhvertímann........ Hún hljóðar svona. Orðið "kærleikur" í munni feðganna  hljómar eins og "Ást" í munni hóru.

Jæja ég ætla ekki að nefna nein nöfn, þetta eru aðeins menn sem tala digurbarkalega, en eiga hins vegar ekkert sameiginlegt með sönnum karlmönnum, sumir eru alltaf litlir og hræddir drengir inn við beinið, það er ekki þeim að kenna, þeim er einfaldlega ekki sjálfrátt.Smile

Góða nótt kæru vinir.Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar hofy .Athygglivert með þessa orðljótu feðga. OG er ekki fallegt ef satt er,en ég fór að athuga fallegu orðin þín um þá. Ef þeir eru svona eftir lýsingu þinni.Ef að þú ferð svona fögrum orðum um þá í nægtarbrunni umhyggju þinnar.þá virðast þeir eitthjvað kunnugir þér, allavega sá eldri ef þér er kunnugt um hægatregðu hans.Svona á jólaföstu er alltaf þörf fyrir OrðaEngla eins þú gefur þig fyrir að vera. Annars HELD ÉG SATT BEST AÐ SEGJA BÆÐI ÞEIR OG ÞÚ,ættuð að hugleiða orðin sem að þið látið frá ykkur fara. TIL DÆMIS´:Ást í munni hóru. Með þessu ertu að segja að hóra geti ekki orði ásfangin eða eigi rétt á ÁST EINS OG ÞÚ.. ÁSTIN ER AÐEINS ÆTLUÐ MANNESKJUM EINS OG ÞÉR. SEM ER ÖÐRUM ÆÐRI. ÞÁ KEMUR AÐ EINU SEM ALLTAF STENDUR FYRIR SÍNU.           

 ÉG ÆTLA, AÐ KOMA FRAM VIÐ AÐRA, EINS OG ÉG VIL, AÐ AÐRIR KOMI FRAM VIÐ MIG. NJÓTTU JÓLANNA Í ÁSTRÍKU  UMHVERFI HINNA FULLKOMNU.

þAÐ ER ALLTAF ástæða fyrir því að menn og konur gerast orðljót. ÞAÐ KEMUR EKKI AF ENGU.EÐA ER ÞAÐ'

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 03:50

2 identicon

Sæll Þórarinn. Ég hugleiði yfirleitt orðin sem ég læt frá mér fara, ég tel mig nú ekki vera OrðaEngil, takk samt fyrir titilinn. Fallegt af þér að verja konurnar sem stunda elstu atvinnugreinina, ég veit fullvel að þær verða ástfangnar og eiga svo sannarlega fullan rétt á því, ekki síður en ég, þú eða bara hver annar. Ég hef persónulega ekkert á móti konum sem vinna fyrir sér á þennan hátt. En smá húmor ætti svo sem ekkert að skaða þær, ekki hef ég heldur haldið því fram að ástin sé eingöngu ætluð manneskjum eins og mér, hvað þá að ég sé öðrum æðri. Takk fyrir fallegu jólakveðjuna, ég á ekki von á öðru en að ég geti notið jólanna í ár í ástríku umhverfi fjölskyldu minnar. Hvorki ég né aðrir í umhverfi mínu eru fullkomnir, ég hef aldrei stefnt að fullkomnun, aðeins framförum. Svo bið ég þig vinsamlegast um að vera ekki að tengja mig við umrædda feðga, að vera orðljótur kemur ekki af engu segir þú, ég get ekki séð ljót orð í minni færslu, hægðartregða er alls ekki eitthvað ljótt í mínum huga, en hrjáir stundum gamalt fólk og ungt reyndar líka.  Þá kemur annað sem stendur alltaf fyrir sínu.....................................

Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug, finnur draug.

Svo óska ég þér góðra stunda og vona að þú eigir gleðileg jól.

hofy (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 09:31

3 identicon

Jæja,ég ætlaði ekki að fara að hnútukastast við þig.Og allt er í góðu frá minni hálfu. Við getum alltaf verið að leika okkur með orð og orðhendingar,bæði til skemmtunar og skammar.Ég óska þér einskis annars en góðs í framtíðinni.Megi jól og framtíðin vera þér ánægjuleg.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband