Flugmiðar í jólagjöf
9.12.2007 | 01:31
Vááá...... hvað er brjálæðislega mikið af afspyrnuleiðinlegum auglýsingum í gangi nú þessa dagana. Jóla þetta og jóla hitt, gefið ferð frá Flugleiðum eitthvert út í heim, já helst að eigin vali. Eimitt það sem ég var að spá í þetta er svo ótrúlega þægileg gjöf, bara eitt símtal og panta flugmiða á línuna, þá sleppur mann líka við að standa upp á endann í endalausum biðröðum. Nú svo er um að gera að splæsa einni á sjálfan sig líka, reyna svo að pilla sig sem allra fyrst úr landi, þá þýðir heldur ekkert að vera að byðja mann um að baka sörur´og sona fínerí. Ekki fer maður nú að standa í jólabakstri í útlandinu, ekki þyrfti mann heldur að vesenast við að pakka inn gjöfunum, maður léti bara Flugleiðir senda miðana til allra sinna og málið er leyst.
Annars er ég náttla bara að grínast, enda er ég mikið jólabarn, eða ætti ég frekar að segja jólakerling ? Það er að minnsta kosti nær lagi. Ég er sko búin að kaupa næstum allar jólagjafirnar, en ekki búin að baka eina litla smákökusort sem stafar af því að mer hefur alla tíð fundist alveg óhemjuleiðinlegt að baka. Samt ætla ég nú að baka eitthvað, en bara þessar góðu sortir, eins og til dæmis, sörur lakkrísbitakökur og súkkulaðibitakökur, ég baka einfaldlega margfaldar uppskriftir af þessum allra bestu, mér finnst nebbla rosa gott að borða þær, sérstaklega sörurnar. Þegar að Snorri minn var lítill kallaði hann Sörur, Dísur og mér fannst það svo krúttlegt að ég var ekkert að leiðrétta hann, þannig að stundum köllum við þær Dísur enn í dag.
Jæja kæru vinir: Góða nótt og sofið rótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.