Bravó fyrir Mary
7.12.2007 | 15:51
Bravó fyrir Mary, mér finnst þetta frábær hugmynd hjá henni, það getur nebbla verið ansi snúið að klöngrast upp í jeppa í þröngu pilsi, háhæluðum skóm og með laaannngar neglur, trúið mér, I have been there. Held það hafi verið fróðleg upplifun fyrir kallana að prufa. Annars er ég alveg búin að játa mig sigraða þegar stórir jeppahlúnkar eru annars vegar, ég held mér sem fastast við litla sæta konubílinn minn, enda er ég líka kona og langar ekki að vera kall. Mér finnst reyndar að hún Mary ætti að láta kallana vera með gelneglur í eina viku og þá á svona litlum og sætum konubíl til að finna upp eitthvað sístem srm auðveldar okkur konunum að halda nöglunum okkar ósködduðum lengi lengi. Því auðvitað eru flestar alminnilegar konur með langar gelneglur, þær sem eru svó óheppnar að vera ekki með gelið geta bara hlúnkast upp í sína sróru jeppa í lopapeysunum og vaðmálsbrókunum sínum.
Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Konubíll væri með stórri rennihurð, sem rynni sjálfvirkt frá þegar ýtt væri á takkann til aðgengis á fjarstyringunni. Sætið væri snúningssæti sem snerist a.m.k. til hálfs til út úr bílnum, þannig að auðvelt væri að setjast upp í. Viðkomandi ýtir sætinu í akstursstöðu með fótunum. Konubíllinn væri alfarið "Joystick" stýrður, þannig að vélin væri ræst með því að ýta niður takka efst á stönginni, og drepið á með því að ýta aftur á sama takka. Bíllinn yrði að vera fjórhjólastýrður. Stefnu og inngjöf er stjórnað með því að ýta stönginni fram á við (inngjöf) og til hliðanna (stýring). Hemlun er framkvæmd með því að taka stöngina aftur. Einnig yrði bakkað með því að færa stöngina aftur, en það yrði einungis framkvæmamlegt úr kyrrstöðu, og yrði þá hemlun úr afturábakakstri framkvæmd með því að ýta stönginni fram. Svona bíl gæti hvaða kona sem er ekið, vandræðalaust, jafnvel nýkomin úr ásetningu gervinagla, með hálfþornað gel og lakk.
Njörður Lárusson, 7.12.2007 kl. 23:46
Rosalega yrði ég ánægð ef að ég yrði svo ljónheppin að eignast bíl sem hefði alla þessa dásamlegu kosti sem þú útlistar hér að ofan, þetta er sko græjan sem allar konur þyrftu að eignast, og það STRAX.
hofy (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.