Skralló
7.12.2007 | 15:11
Halló Skralló! Loksins sest ég við tölvuna, bara búið að vera brjálað að gera hjá mér, og svo náttla fjandas gigtin alveg búin að vera í essinu sínu, ekkert smá uppáþrengjandi tæfan sú En samt alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi líka, góð vinkona frá Akureyri er búin að vera í heimsókn hjá mér síðustu daga og hún er svo yndisleg alveg hreint þessi elska. Það er engu líkara en að hún hafi verið send mér og mínum akkúrat núna, hún er allavega búin að hjálpa okkur hér á bæ í mjög svo erfiðum aðstæðum, já hún hefur sko mikið að gefa konan sú, og hún er sjálf búin að vera að ganga í gegnum hrikalega erfiða hluti sem margir hefðu barasta ekkert staðið upp úr, hvað þá að eiga eitthvað eftir til að hjálpa öðrum. En hún vinkona mín lét sér nú ekki muna um það, hún er Bara frábær
Annars er allt í jollý, svona fyrir utan eitt og annað. Ég er komin í ágætis jólaskap, það kemur alltaf í kringum afmælið mitt " sko jólaskapið " mín yndislega stórfjölskylda heiðraði mig á afmælisdaginn og það var dásamlegt kvöld sem við áttum saman, ég átti svo sem ekkert stórafmæli í þetta sinn, við höfum það fyrir sið að hittast á afmælisdögm stórum og smáum Svo varð hann Polli minn tveggja ára 3 des. Það er mikið af desember börnum í minni fjölskyldu, systa mín er 17. Ömmustrákurinn er 21. og frumburðurinn og pabbi krúttsins fæddist 22 des.
Svo útskrifast mín sæta og góða tengdadóttir þann 20. des. Sem stútent, hvað annað. Jæja þá er hún vinkona mín að fara að yfirgefa okkur í bili, en það er huggun harmi gegn að hún er að flytja nær okkur, þannig að við komum nú til með að hittast oftar sem er gott.
Bless í bili og eigið góðan dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.