Hvíldardagurinn

Góðan og blessaðan daginn kæru vinir InLove Mín bara vöknuð fyrir 10 og það á sjálfum hvíldardeginum. Það liggur eitthvað svo ljómandi vel á mér akkúrat núna. Ég tel að lykillinn að hamingjunni liggi djúpt innra með okkur, ég held líka að það skipti miklu máli hvernig við byrjum daginn, við getum svo auðveldlega farið öfugu megin fram úr, haft allt á hornum okkar, pirrast yfir því að geta ekki sofið lengur eða yfir að hafa sofið of lengi og þar fram eftir götunum. Við getum líka svo auðveldlega vaknað með söng af gleði og þakklæti í hjarta yfir nýjum degi. Þakklæti fyrir að vera á lífi, þakklæti yfir allt það góða sem við höfum. Við getum búist við hinu besta frá komandi degi og þess vegna dregið það að okkur, við berum ábyrgð á því sem dagurinn færir okkur. Við ættum ekki að ásaka aðra um hugarástand okkar, það hvílir á okkur sjálfum.

Ég tel að við ættum að forðast neikvæð öfl, neikvætt fólk er því miður alls staðar, það er eitthvað sem við getum aldrei forðast en við getum reynt að beina því í jákvæða átt, ef það gengur ekki upp þá verður svo að vera, það er ekki okkur að kenna, við reyndum, meira getum við ekki, við berum einungis ábyrgð á okkur sjálfum, við getum ekki borið ábyrgð á annarra líðan, flestir hafa nóg með sig.

Eigið góðan dag, kæru vinir,, það ætla ég að gera. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.  Þú segir : "Mín bara vöknuð fyrir 10 og það á sjálfum hvíldardeginum"

Spurning mín er því þessi  Hvaða hvíldardag ert þú að tala um?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.11.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Sammála þér að mörgu leiti, Hófý. Ég er samt þeirrar skoðunar að þetta sé líka spurning um VAL, við höfum val og eymd er valkostur, amk. þegar við höfum réttu verkfærin ;) Ég lít svo á að þó ég vakni pirruð þá hafi ég val; val um að vera pirruð og hafa allt á hornum mér það sem eftir lifir dags eða að breyta yfir í jákvæða hugsun og eiga góðan dag :) Þó það sé oft "þægilegt" (svona gott-vont) að vera í pirringnum...en það er allt annar handleggur.

Knús&kærleikur...

SigrúnSveitó, 20.11.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband