Bara eitthvað
5.11.2007 | 10:15
Vaknaði nokkuð spræk kl. 7.40 allt of snemmt að mínu mati, en skyldan kallar og ekkert me he með það sko. Ég er búin að gera morgunverkin, allt svo fá mér morgunmat vekja unglingana mína, skutla þeim í skólann, knúsa hundinn minn og síðast en ekki síst setja upp andlitið sem verður nú alltaf flóknara og strembnara með árunum. Einu sinni var það bara tannburstinn og greiðan, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mörg meikdollan verið tæmd. Og sei sei já, svona er nú lífsins ganga og allt í lagi með það. Ég er að spá í að hlussast í höfuðborgina snöggvast og versla fáeinar jólagjafir, vera nú einu sinni snemma í því, en ég er einmitt þessi típa sem rýk af stað korter fyrir jól og botna ekkert í að allt sé uppselt. Svo eru það öll desemberafmælin, þau eru nokkur í minni famelíu, fyrsta er 3. des en það er hann Polli hundurinn minn sem verður tveggja ára, svo er það tíkin nei djók, ég meina náttla systir mín sem er þann 17. Ömmubarnið mitt verður 1 árs þann 21.Og síðast en ekki síst þá er það sjálfur frumburðurinn sem verður 25 ára 22 desember.
Jæja best að koma sér af stað annars endar með að ég nenni ekki, væri líkt mér að slá þessu upp í kæruleisi og gera þetta barasta á Þollák.
Athugasemdir
Ég er einmitt að reyna að vera tímanleg í jólaundirbúningi...sjáum hvernig það fer...
Knús&kærleikur...
SigrúnSveitó, 5.11.2007 kl. 16:56
Kraftur í þér! Ég er rétt að byrja að pæla svona og spá í jólaföndrið. Jólagjafirnar koma svo í framhaldinu. Vona að þú njótir vel í bænum
Ragnhildur Jónsdóttir, 5.11.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.