Ástin.

Ég var svona í gamni mínu að lesa ýmislegt sem ritað hefur verið um ástina. Sumt er svo háfleygt annað svo fáránlega væmið að mann finnur bara kjánahrollinn hríslast niður eftir bakinu, en ég fann líka helling sem er sko barasta bráðfyndið.

Smá sýnishorn:

Ég vildi ég fengi að vera strá og visna í skónum þínum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum.

Þau hanga í stofunni eins og samlokur en það er ekkert á milli þeirra nema hamingjan sem skilur þau að.

Ég elskaði eitt sinn stelpu. Hún var heimsk og ég var vitlaus.

Ástin er allt sem ég á nema bót fyrir rassinn.

Sú er ástin heitust sem bundin er meinum, er því best að unna ekki neinum.

Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túninu.

Hjartað heimtar meira en húsnæði og brauð.

Heldur þann versta en þann næstbesta.

Ó að ég væri orðin nýr og ynni þér að nýju.

Þau töluðu lítið saman og þorðu varla að líta hvort á annað, það var eins og þau hefðu verið gift í tuttuguogfimm ár, þau þekktust ekki.

Þeim var ekki skapað nema að skilja.

Konu sem þekkt hefur ágætan mann finnst góður maður hlægilegur.

Ást og hatur fara saman og eru ágæt, en ást á ást ofan vekur velgju og leiða. Eins er um ofát á öllum sviðum.

Í sambúð er það lögmál að konan verður tryggari eftir því sem maðurinn svíkur meira.

GrinGrinGrin Mér finnst svo gaman að lesa eitthvað svona gamalt eftir löngu horfna snillinga, reyndar eru þeir ekki allir horfnir sem sömdu þetta hér að ofan, Guðbergur Bergs er náttla eldsprækur enn en hinir eru ekki lengur á meðal vor.Njótið velTounge

Þá býð ég góða nótt kæru vinir Heart

Þeir sem ætla út á djammið vil ég segja þetta. Farið varlega og gangið hægt inn um gleðinnar dyr.HeartHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband