Framfarir.

Góður dagur í dag Smile Það eru svo miklar framfarir hjá syni mínum að það er bara ótrúlegt. Rétt um einn mánuður síðan hann byrjaði á þessum lyfjum sem hann er á núna og hann er sko allur annar. Greiningin hans er samt ekki búin við förum aftur eða öllu heldur hann í áframhaldandi viðtöl og próf. Honum er strax farið að fara fram í skólanum, svo er hann orðinn svo virkur þessi elska og duglegur. Hann kemur okkur sífellt á óvart, síðast í dag þegar hann tók herbergið sitt í allsherjartiltekt og hreingerningu, skokkaði óumbeðinn niður í þvottó að sækja ryksuguna og ryksugaði svo barasta á fullu með þungarokkið í botni. Við erum sko að tala um strák sem fyrir einum mánuði hefði ekki dottið í hug að taka til hjá sér hvað þá framkvæma það. Svo er hann komin með liftingalóð og liftir alveg á fullu, borðar eins herforingi og er alltaf brosandi Grin Bara yndislegt líf.

Kærleikurinn er tungumál þagnarinnar, hann þarf ekki að tjá með orðum, við getum gefið hann og tekið á móti honum án orða.

Kærleikurinn er alþjóðlegt tungumál sem við skiljum með hjartanu en ekki með huganum.InLove

Svo býð ég góða nótt kæru vinir. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gott að heyra að gangi vel með soninn. Gangi ykkur vel áfram

Takk fyrir kommentið á blogginu mínu Hófý. Kisur eru sko yndislegar og hundarnir líka. Ég er með 2 hunda og 4 ketti hu hummm sumum þykir það eitthvað mikið Aldrei of mikið af kærleik og knúsi, ekki satt það er nefnilega líka hægt að "mala" kærleiksorð eins og kötturinn í fanginu á mér gerir akkúrat núna. Fallegur texti hjá þér.

bestu kveðjur

Ragga 

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.10.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband