Sturlaður
16.10.2007 | 11:25
Góðan dag! Þá er komin vetur, Akrafjallið orðið hvítt niður í miðjar hlíðar. Og ég sem ætla að skreppa norður í land í vikunni, alla leið til Akureyrar, ég elska Akureyri í sumarskrúða en mér finnst fjári kalt þar á veturna. Skóli í kvöld, alltaf nóg að gera, var í nöglum í gær, neglur í dag og á morgun líka, bara gott mál. Mikið var sonur minn heppin að hafa ekki fengið sér samloku í skólanum á fimmtudaginn síðasta, aðrir voru ekki eins heppnir og máttu dúsa á klóinu illa á sig komnir tímunum saman. Einhverjum gaurum datt nebbla í hug að setja laxerolíu í brauðið í sjoppunni, mér hefði nú þótt sniðugra að lauma vökvanum í kaffið á kennarastofunni, en það er svo allt önnur saga.
Afkvæmi fæðist: Foreldrar, ættingjar og vinir verða himinlifandi, svona í flestum tilfellum alla vega. Svo kemur að því að það þarf að gefa barninu nafn, en þá vandast málin, móðirin vill kanski láta barnið heita Guðmund en faðirinn Jón. Ömmur og afar ætlast til að barnið verði skírt eftir sér og foreldrarnir verða andvaka þegar líður að því að barnið skuli skírt. Sem betur fer er til mjög haghvæm lausn á þessum vanda, en þar sem tiltölulega fáir foreldrar hafa komið auga á hana vil ég nú gera þessu máli svolítið nánari skil. Lausnin er sú að gera eitt nafn úr tveim eða fleiri nöfnum afa eða ömmu, eða þeirra forfeðra og ættingja sem bráðnauðsinlegt er að láta heita eftir. Ef barnið er drengur er haghvæmt að láta hann heita eftir báðum öfunum. Svo heppilega vill til að meirihluti íslenskra nafna er samsett úr tveimur orðum: forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell, Guð-finnur o.s. frv.
Hér eru nokkur dæmi:
Afi 1 heitir Sturlaugur. Afi 2 heitir Starkaður. Barnið er skírt Sturlaður.
Skamkell.....Eilífur........Skammlífur.
Ísleifur......Sigurbjörn........Ísbjörn
Albert .....Ársæll......Alsæll.
Viðar........Jörundur............Viðundur
Hringur........Guttormur.........Hringormur
Stórólfur......Friðþjófur.........Stórþjófur
Svo má líka slá ömmu og afa nöfnum saman.
Haraldur.......Mónika.......Harmónika
Kormákur.........Albertína.........Kortína
Hákon........Margret ........Hágrét
Alltaf svo gama hjá mér.
Mitt barnabarn gæti t.d. heitið.... Sturlfríður.....eða..Hólmsturla.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.