Hin eilífa megrunarárátta
13.10.2007 | 15:32
Það verður seint sagt um mig að ég sé mjög öflugur bloggari en mér finnst þetta samt rosa gaman, en tíminn er stundum flogin veg allrar veraldar áður en ég hef svo mikið sem náð að gera brot af því sem ég ætlaði mér þennan daginn eða hinn. Mér myndi alveg passa 48 stundir í sólahringnum, ég er nokkuð viss um að ég er ekki ein um það.
Nú langar mig að tjá mig um útlitsdýrkunina sem er að gera foreldrum unglingsstúlkna lífið leitt ég á einmitt eitt stikki unglingsstúlku sjálf sem ég elska af öllu mínu hjarta, og þó að hún sé dóttir mín er ég ekkert feimin við að segja að hún er mjög vel af Guði gerð að utan sem innan. Hins vegar er hún hreint ekki ánægð með útlitið frekar en jafnöldrur hennar. Ungar stelpur ganga sífellt lengra í brjálæðislegri örvæntingu í leitinni að fullkomri fegurð. Þær harka af sér hvalafullar sérímoníur, bara ef það skilar þeim minna holdi. Tískumógúlarnir eru nú eins og flestir vita "nema unglingsstúlkurnar" hommar upp til hópa, til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka það fram að ég hef alls ekkert á móti hommum, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tískukóngarnir út í heimi eru flestir samkynhneigðir, þeim finnst drengjalegur vöxtur eðlilega vera mest sexí. Ungar stelpur eru að sjálfsögðu aðalmarkhópur tískufyrirtækja, reyndar allar konur svo sem á hvaða aldri sem þær eru, maður gengur samt út frá því að fullorðnar konur séu sjálfstæðari í hugsun og nógu þroskaðar til að taka ábyrgð á sér sjálfar. Allt þetta megrunarkjaftæði er farið að pirra mig all svakalega
Hvað ætli við kvenkynsverurnar eyðum miklum aurum í megrunarpillur, megrunardrykki, megrunarsveltikúra, megrunarbelti, megrunarsúkkulaði, pælið í! Megrunarsúkkulaði váá hvað ég væri horuð ef þau virkuðu, sennilega væri ég bara horfin Ég lifi allavega í voninni um að mjónurnar í Hollyvood detti úr tísku svo stelpur um allan heim geti farið að borða matinn sinn án nagandi samviskubits í tíma og ótíma
Ég hef sjálf gaman af mörgu í tískuheiminum og er í skóla að læra það sem margir kalla bévaðan hégóma, en sama er mér það sem ég er að gera er algjörlega skaðlaust heilsu kvenna, og mér finnst það skipta öllu máli. Ég verð að segja ykkur eitt áður en ég hætti, það nýjasta nýtt í tískuheiminum er að láta klóra á sér rassaskoruna með einhverjum efnum "baneitruðum gæti ég trúað" til að hún líti út eins og hún lítur út á ungbörnum, það er einmitt þetta sem mér finnst svo sjúkt, tískan færist sífellt nær barnaútliti. Svo sona til þeirra sem ekki vita bíða karlmenn í Ameríkunni í röðum eftir braselísku vaxi. Já já það ku vera nokkuð algengt að amerískir strákar séu ekki með stingandi strá á kroppnum sínum, enda líka bara sénsinn að nútímastúlkan hafi áhuga á einhverjum kafloðnum gæja
Jæja ritræpan alveg í blóma hjá minni núna, kanski rita ég eitthvað meira í kvöld, hver veit?
En bæjó spæjó í bili.
Athugasemdir
Tískan er glötuð. Dóttir mín varð t.d. að velja sér hettupeysu í strákadeildinni í Hagkaup um daginn...allar stelpupeysurnar eru svo þröngar og stuttar...það er samt ekki eins og dóttir mín sé einhver offitusjúklingur þó hún sé búttuð. Hún er 12 ára. Hún var líka bara í leikskóla þegar hún fékk að vita að hún væri með stóran maga!! Kommon, 4 ára!! Þetta er óeðlilegt. Önnur 4 ára í leikskólanum sagði henni að maður ætti bara að borða rúgbrauð, ekki heilhveitibrauð, því maður yrði feitur af heilhveitibrauði...þetta kom væntanlega heimanfrá. Og stjúpdóttir mín var 6 ára þegar hún kom fyrst heim úr skólanum og sagðist vera farin í MEGRUN!!! Þá hafði henni verið strítt...hún var líka búttuð. Þær verða aldrei mjónur, eru ekki þannig byggðar. Og þær eru svo fallegar báðar tvær.
Arg...ég gæti alveg haldið lengi áfram...þetta er SJÚKT!!!
Knús&kærleikur til þín...
SigrúnSveitó, 14.10.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.