Hin eilífa bið.

Nú er ég klædd og komin á ról og barasta nokkuð brött, búin að skila unglingunum mínum í skólann, það er ávalt erfitt að vekja guttann og alls ekki það skemmtilegasta sem ég geri, hann er reyndar greindur með öfuga lífsklukku og hefur haft lyf við því til margra ára, ég tók hins vegar þá ákvörðun að hætta að gefa honum lyfin í sumar sökum þess að mér fannst þau ekkert virka vel á hann, hann var miklu þyngri á morgnana öfugt við það sem til var ætlast.

Nógu slæmt er að þurfa að gefa börnunum sínum lyf hvað þá ef þau gera bara illt verra. Annars ætla ég að gera heiðarlega tilraun í dag að ná í unglingageðlækninn sem hann var hjá í sumar, hún var svo sem ósköp elskuleg kona, við fengum að spreyta okkur á sitthvoru prófinu ég og strákurinn minn, svo sagðist hún hafa samband fljótlega, kanski er tíminn svona lengi að líða hjá henni, allavega hef ég ekki heyrt neitt frá henni ennþá. Einnig tjáði hún mér að önnur kona sem er sálfræðingur að mennt með sérþekkingu á atyglisbrest myndi setja sig í samband við mig á næstu dögum, ég mátti ekki hafa samband við hana, enda þyrfti ég ekki að bíða neitt, í mig yrði hringt og við fengjum tíma hjá henni, hún ætti nebbla að taka einhver fleiri próf á drengnum mínum, tíminn virðist vera eitthvað að flækjast fyrir henni líka, ég hef sem sé ekkert heyrt frá henni enn.

Svo er það nú blessaður skólasálfræðingurinn sem kallaði mig til sín í vor, en ég kom með beiðni til hans frá Pétri Lúðvíkssyni einu og hálfu ári áður um að hann tæki hann að sér og athugaði hvort hann yrði einhvers vísari með litla dula strákinn minn, ég hringdi marg oft til að ítreka þessa beiðni, jú jú hann var alveg að fara að komast að, svo endaði með að ég missti þolinmæðina sem gerist ekki mjög oft og fór upp í skóla, þar æsti ég mig upp úr öllu valdi og heimtaði að sáli gerði eitthvað í málunum, ég ætlaði ekki að bíða lengur. Og viti menn það hafði bara engin séð þessa beiðni sem ég var að tala um, þá varð mér nú endanlega allri lokið, ég afhenti hana á skrifstofu skólans eftir samtal við sála, nú nú enn mátti ég bíða meðan verið var að leita og hún fannst, það var einmitt þá sem sáli boðaði mig í viðtal eftir að vera búin að tala við drenginn nokkru sinnum, hann sagði mér að hann skoraði hátt í félagsfælno og athyglisbrest. Kom mér ekki á óvart, kæri sáli ætlaði svo að taka þetta mál föstum tökum um leið og skólinn byrjaði í haust, hvorki ég né strákurinn höfum heyrt í honum enn.

Jæja nóg í bili.

Knús út í daginnInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband