Barnaníðingar

Eru virkilega engin takmörk fyrir ólögum í þesssu landi okkar? Ég var að horfa á kompásþáttinn og er bæði sár og reið. Af hverju og í ósköpunum er lögunum ekki breytt nú þegar? Mér finnst gjörsamlega óverjandi að grunaður barnaníðingur skuli verja aðra grunaða barnaníðinga og að þessi Róbert skuli hafa lögmannaleyfi Devil Það eru allir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð, ég er alveg með það á hreinu. Aftur á móti skildist mér að lögmaðurinn hafi viðurkennt að hafa verið í kynferðissambandi við stúlkur langt undir lögaldri, að hans eigin sögn voru þær nebbla til í tuskið, já já einmitt! Þær hafa ábyggilega verið svona yfir sig skotnar í karluglunni, ekki mjög trúverðugt verð ég að segja. Og til að toppa sitt eigið siðleysi sér hann ekkert athugavert við samband 59 ára skjólsæðing síns við 14 ára stúlku, þetta var nú aðalega vinskapur, þau sváfu ekki svo oft saman, er ekki allt í lagi upp í hausnum á félögum hans í lögmannafélaginu eða æðstu ráðamönnum þessarar þjóðar, því og í ósköpunum setja þeir ekki nýjar reglur og svifta mannfýluna lögmannaleyfinu á meðan að á rannsókn málsins stendur? Arg....Sick

Skyldi það aldrey hafa kvarlað að þeim sem valdið hafa til að breyta svona ruglu lögum að í skugganum sitja fórnalömbin, litlar stúlkur og litlir drengir sem eiga eftir að lifa í ángist og kvíða, jafnvel allt sitt líf. Þeir eru búnir að ræna þau barnæskunni og sakleysinu, þeir eru búnir að setja ljót ör í litlar barnssálir sem aldrey hverfa.

Ég legg mig fram um að bera ekki hatur til nokkurar manneskju, reyni fremur að varðveita kærleiksneistann því án kærleikans kemst ég ekki langt. Samt sem áður er mín skoðun sú að dæmdir barnaníðingar eigi ekki að ganga lausir, þá meina ég ALDREY, þessir menn hljóta að vera alvarlega sjúkir og að mínu mati algjörlega óhæfir til að vera út í þjóðfélaginu, það þarf að vera til staður þar sem þeir gætu verið innilokaðir til æviloka.

Ég hvet alla til að vera vakandi gagnvart sálarmorðingjunum og láta yfirvöld vita ef grunur vaknar um misnotkun á börnum.

Svo býð ég góða nótt Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband