Andvökunótt
19.9.2007 | 03:22
Púff! Hér sit ég og klóra mér, get ekki með nokkru móti sofið fyrir þessum ands......kláða og ennþá 6 dagar í næstu sprautur, eða eitthvað veit svo sem ekkert hvað doksi gerir við mig næst. Ég veit bara að þetta að þetta kvikindislega exem er á góðri leið að gera mig endanlega geggjaða Það er nákvæmlega sama hvað ég reyni til að milda þetta ástand, þá dugar alls ekkert, sterakremin æsa upp kláðann og önnur krem gagnast ekki neitt, nú er ég að reyna að svæfa hann með vetnisperoxíð en það er ekki að virka heldur, enda bara óskhyggja eða sjálfssefjun í örvæntingarfullri viðleitni minni að sigrast á þessum fjára. Ég finn ekki einu sinni fyrir sársauka þó að blóðið streymi niður handleggina mína, kláðinn hertekur mig algjörlega
Þá er ég búin að væla nóg að sinni og ætla að gera heiðalega tilraun til að sofna, það er nú samt þannig að um leið og ég leggst út af verður kláðinn svo yfirþirmandi að ég helst ekki við liggjandi í rúminu. Verð samt að reyna meira og meira og meira. Ömmukrúttið mitt kemur í pössun á morgun svo það er eins gott að vera ekki eins og freðísa í fyrramálið.
Góða nótt.
Athugasemdir
hræðilegt ástand á þér, mín kæra. Vonandi að læknirinn finni eitthvert galdralyf.
Knús&kærleikur...
SigrúnSveitó, 19.9.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.