Boggan

Hér er ég sest við tölvuna mína, ég er eitthvað svo grefilli andlaus veit ekkert hvað ég á að segja, kanski best að þegja þá bara. Nei ekki alveg strax, og þó held ég hafi þetta stutt í kvöld. Ég þarf líka að vakna snemma, fara með dúlluna mína í tannréttingarvesen, grillið losnar alltaf stuttu eftir að búið er að skipta um víra, alveg einstaklega pirrandi þar sem við verðum að skrölta til Reykjavíkur, ég sem er alls ekki að nenna því núna. Enda búin að vera á sífelldu flakki milli Reykjó og Akranes upp á síðkastið Wink Svei mér ef að ég sakna ekki gömlu góðu Boggunnar, það var voða notó að planta sér um borð í skipið og láta fara vel um sig, vá hvað ég er farin að bulla mikið núna. Tounge Akraborgin var sko aldeylis ekki í uppáhaldi hjá mér, þvert á móti. Það voru ófáar ferðirnar sem við mæðgurnar vorum grænar í framan með gubbuna í hálsinum, reyndar var frökenin ekki bara með hana í hálsinum, hún ældi alltaf, sama hvort sjórinn var sléttur eða úfinn. Þetta voru þvílíkar svaðilfarir fyrir okkur dömurnar, strákarnir urðu aldrey sjóveikir. Þeir fengu að fara túr og túr með pabba sínum þegar hann var á togaranum og stóðu sig eins og sannir sægarpar. Aftur á móti urðum við stelpurnar alltaf sjóveikar, líka í siglingunni á sjómannadaginn, það var nú frekar hallærisleg uppákoma Whistling  En ég býð góða nótt, ætla að pilla mér í mitt yndislega rúm.

Knús á ykkur Heart

Læt fylgja hér eitt sætt gullkorn.

Þú getur ekki bætt ári við líf þitt,

en þú getur bætt lífi við árin þín. Heart Knús í hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband