Busastappa!

´æja þá er ég búin að fara til húðlæknisins, og það var ekki notaleg stund sem ég átti þar get ég sagt ykkur, hann stakk mig TUTTUGU sinnum, tíu sinnum í hvorn handlegg beint í sárin játs W00t ekki gott. Og þetta er náttla exem, eins og það sé ekki nóg að vera með psoriais, en sem sé þá er þetta exem sem hugsanlega hefur blossað upp við skordýrabitin sem ég nældi mér í Spáni. Svo fæ ég þetta svona hrikalega svæsið út af psoriaisinu, ég var kláðalaus og fín í gær og hélt að nú væri þetta að batna, en sei sei nei byrjar bara kláðakvikindið að hrella mig aftur í dag, það er engu líkara en illgresi hafi skotið rótum í mínum aumu handleggjum. Doksi tjáði mér að þetta væri illviðráðanlegt svo ég á kanski ekki von á góðu. Vona að ég verði samt svo stálheppin að ég haldist þokkaleg fram að næstu læknisheimsókn Whistling doksinn sagði mér einnig að ég fengi mjög líklega slatta af örum eftir þetta allt saman, enda eru mínir handleggir allir eitt svöðusár Frown Að öðru, drottningin mín (dóttir) var busuð á föstudaginn svo nú er hún innvígð í fjölbraut, hún var ekkert allt of kát með meðferðina sem hún fékk, hún var böðuð upp úr ísköldu vatni öll útkrotuð, jóðluð í tómat og sinnep og fleira fíneríi. Mér virðist þó að aðalmálið hjá sumum eldri nemunum sé að niðurlægja blessaða busana sem allra mest, það ku víst vera voða sniðugt og er sumt af því bara fyndið, en öllu má nú ofgera fuss og svei segi ég nú bara. Svo eru alltaf einhverjir sem virða engin mörk og ganga sífellt lengra og lengra í vitleysunni. Það var einn businn sem lenti upp á slysó, en só! hann var nú bara rifbeinsbrotin enda var honum barasta nær, hann átti að vita að maður streitist ekki á móti böðlum sínum, þeir æsast um allan helming við það. Mér finnst þessi busavígsla vera komin út yfir allt velsæmi, ég get ekki heldur ímindað mér að nokkur busalingur hafi gaman af að láta niðurlægja sig, eða baða sig upp úr köldu vatni, en lengi getur vont versnað og þjáningar busanna að sama skapi, bévaðir böðlarnir eru ekki í vandræðum með að finna upp á óknyttunum, Úr busunum var búin til busastappa Gasp þeim var smalað saman í hóp og skipað að kremja hvort annað, það var bara öskrað á þau og engin leið að sleppa, eins gott að ég sé komin til ára minna, en sé ekki busi, því ég þoli ekki svona hrillilegar kremjur, fæ svo geðveika innilokunarkennd, svo ekki sé nú minnst á kaldavatnsbaðið Blush það myndi í fúlustu alvöru þurfa að bruna með mig beint á bráðamótökuna eftir svona trakteringar, ég myndi nebbla brjálast úr innilokunarkennd og ég myndi líka bilast úr kulda og vosbúð......oj oj oj! Heppin ég að vera ekki busi. Tounge Best að koma sér í koju og hafa vit á að fara að sofa í hausinn á sér.

Góða nótt og sofið rótt.HeartHeart

Elskið hvort annað InLove

Verið góð við minnimáttar og þá sem eiga um sárt að binda InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Æjæj, vonandi tekst doksa og þér í sameiningu að ráða fram úr exeminu.

Og varðandi þessa busavíglsu þarna í Fjölbraut, ég var einmitt búin að heyra að einn hefði lent á slysó með brotið rif og annað brákað...og ein stelpa öll krambúleruð í framan eftir að hafa lent á andlitinu í götuna...kommon!! Þetta er EINUM OF!!!
Ég segi eins og þú...gott ég er komin til ára minna...

SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 07:54

2 identicon

Hæ, vonandi gengur þér vel með exemisvesenið. Sammála með busvígslur hvað er málið. Valdníðsla sem fer úr böndunum. kv. Erla perla

Erla (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband