Dagurinn í dag
27.8.2007 | 00:45
Dagurinn byrjaði ekki vel og endaði illa Stundum verður lífið einfaldlega svo erfitt að manni liggur við uppgjöf. En áföll eru til að takast á við þau og það ætla ég að reyna, lífið heldur áfram hvað svo sem hver segir eða gerir, það er alveg morgunljóst. Mér finnst stundum að hlutirnir verði of flóknir, þá finnst mér ég vera að springa að innan einhvernvegin. Ég ætla svo sem ekki að skrifa mikið meira núna, enda svo galtóm innra með mér en þó líka svo uppfull af alls kyns hugsunum, vona að ég verði hressari á morgun, málin líta líka oft miklu betur út í dagsbirtunni.
Góða nótt og sofið rótt
Og endilega munið að vera góð hvert við annað
Athugasemdir
Megi dagurinn í dag færa þér Ljós & kærleika. Knús...
SigrúnSveitó, 28.8.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.