Ódýr trefill

Úps hvað ég er södd og sæl Kissing minn maður bauð út að borða í kvöld, við fórum þrjú, við tvö og yngsta barnið á bænum, soldið skondið að dóttirin vaskaði síðan upp eftir okkur, hún er nebbla að vinna á Calito með skólanum. Við fengum svo glimrandi góðan mat nammi namm Tounge lambafile með þrusugóðu meðlæti, nú svo þurftum við Snorri auðvitað að fá okkur nammi í Bónusvídeó í heimleiðinni, ég er alveg að gubba ég er svo södd. Annars var ég að fletta fréttablaðinu í gær sem ég geri nú svona öðru hvoru, rak ég þá ekki bara augun í sonna tískusíðu og þar sem ég hef alltaf haft pínu fatadellu fór ég að rína í síðuna. Ókey! Belti á litlar 17.800kr. Taska á 39.800 en í boði er líka taska á 139.600 Pinch Einmitt! ég var akkúrat að spá í að kaupa mér tuðru á 139.600kr En rúsínan í pilsuendanum var svo TREFILL sem kostar skitnar 33.500kr en vá! Hann var nú líka dragsíður og var það að sjálfsögðu sérstaklega tekið fram, ég er enn að hlæja, sko síðan í gær Grin sjálf myndi ég ekki vefja þessum forljóta og sjóðheita spotta um hálsin á mér, jafnvel ekki þó að ég fengi 33.500kr borgað fyrir það, og þó ég myndi svo sem láta mig hafa það. Það er líka hægt að fá þunnt pils, svona frekar tuskulegt fyrir 28.200 og þunnan stuttermabol fyrir 16.900 sem er nú alveg hræbillegtWhistling Ég þarf varla að taka það fram en ætla samt að láta fljóta með hvar hægt er sum sé að versla jóladressið í ár, hjá Sævari Karli í Bankastræti, Max Mara á Hvervisgötu og Miu Miu, þá vitið þið það Smile Tja ég segi nú og skrifa eins og Hallgrímur Pétursson forðum.

Aldrey skartar óhófið. 

Góða nótt og gangið hljótt inn í nóttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband