Börnin orðin stór

Ja hérna! Litla stelpan mín bara orðin stórFootinMouth  útskrifuð úr grunnskóla, það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með henni og bekkjarfélögum hennar í þessi tíu ár. Svakalega samhentur hópur og öll svo góðir vinir, það er alls ekkert sjálfgefið að vinskapurinn haldist svona vel, margt hafa þau brallað saman í gegnum árin. Mér finnst svo stórkostlegt að rifja upp afmælin, mikið rosalega skemmtu þau sér alltaf vel, já og ég líka mér fannst svo gaman að stjórna leikjunum og finna gömul föt handa þeim og fleira gaman. Skrítið að hugsa til þess að nú eru þau næstum fullorðin, mér finnst ekki svo ýkja langt síðan að þau voru bara fimm ára, mörg þeirra voru líka saman á leikskóla, bara geggjað flott að halda svona vel utan um vinskapinnHeart  Svo er örverpið mitt að byrja í unglingavinnunni á morgun, hann fær nú ekki besta veðrið blessaður drengurinn, en þá er um að gera að skella sér í pollagallann og stígvélin og taka góða skapið með "hvað annað" svo verðum við að vona að sólin skíni nú eitthvað í sumarCool  Ég er að hugsa um að koma mér í mitt dásamlega rúm, skóli á morgun og nóg að gera hjá minns. Góða nótt, sofið rótt og dreymi ykkur vel. Knús á línuna.InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ elskan. Það er svo gaman að lesa bloggið þitt, fullt af gleði, kærleika og yndislegheitum

Takk kærlega fyrir mig og innilega til hamingju með börnin þín

SigrúnSveitó, 5.6.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband