Skipulagt kaos.
31.5.2007 | 00:01
Jæja loks er tími til að slaka á og blogga smá, stundum er allt vitlaust að gera og sveim mér þá ef ég tek ekki stærri bita en ég get tuggið þessa dagana Lofa upp í ermina á mér hvað eftir annað. Til dæmis er ég búin að bóka mig á þremur stöðum kl eitt á föstudaginn, gott hjá mér! Ekki það ég telji mig eitthvað ómissandi, kanski þarf ég bara að skipuleggja mig örlítið betur. En mér finnst að mér eigi nú að fyrirgefast svona smotterí þar sem ég er snillingur í að hafa mjög gott skipulag á kaosinu. Annars er ég svo dæmalaust glöð með að sumarið sé komið Skrapp með vinkonu upp í sveit áðan og komst bara í svona útilegufíling, eða sveitahúsafíling "hvað sem það nú er" allavega er ég orðin soddan kveif að ég nenni ekki að sofa í tjaldi, tjaldvagni , fellihýsi eða hvað þetta nú allt heitir, ég vil bara sofa í rúmi í húsi og hana nú. En sú var nú tíðin að ég vílaði ekki fyrir mér að sofa í örþunnu tjaldi í 1. gráðu hita enda var ég fasta gestur á útihátíðum landsins. Já já þeir tímar er löngu liðnir sælla minninga ég get svo sem ekki sagt að ég sakni þeirra sérlega mikið. En sumarið er tíminn, það er á hreinu ég elska náttúruna, gróðurinn, og yndislegu fuglana, eða þá dýrin, hestana beljurnar og bara allt, sennilega komin tími á að enda núna, læt fylgja klausu úr Sölku Völku sem mér finnst svo falleg.
Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túninu Bara fallegt. Góða nótt dúllur og sofið rótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.