Raðforeldrar!

Nú eins og flestir vita stendur fermingarvertíðin sem hæst. Fermingarveislurnar verða oft á tíðum vandræðalega neyðarlegar, þar sem sumar fjölskyldur eru  orðnar svo ævintýralega flóknar að maður verður að hafa sig allan við til að vita hver á hvernFootinMouth  Það er jafnvel heil hjörð af ömmum, öfum, frændum, frænkum, mömmum og pöbbum. Því þegar á að halda alminnilega veislu og bjóða þeim sem fermingarbarninu þykir vænt um má ekki gleyma fyrrverandi fósturmömmum, fyrrverandi fósturpöbbum, fyrrverandi fósturömmum og fyrrverandi fósturöfum. Svo er heldur ekki vinsælt að gleyma öllum fyrverandi frænkunum og frændunum öss öss össs, og við þetta bætist auðvitað núverandi frændgarður afkvæmisins, dálagleg hjörð samankomin ekki satt? En svo við komum nú að því sem herleigheitin snúast öll um, nefnilega gjöfunumTounge  Peningar eru efst á óskalistanum, fyrir utan auðvitað fartölvuna, plasma tv, tökuvél og annað smotterí sem er ekki nema sjálfsagt, sérstaklega hjá þeim börnum sem eiga svona raðforeldra og raðfrændgarð. Annars er ég svo sem ekkert heilagri en aðrie þegar fermingarveislur eru annars vega á tvær yfir hundrað manna veislur að bakiWhistling   En við í minni fjölskyldu finnst að við tilheyrum orðið minnihlutahópi í útrýmingarhættu, við erum svo afskaplega eitthvað óflókin, eigum enga svona fósturættingja. það kemur þó ekki að sök því við erum bara sæl með lífið eins og það er. Örverpið á heimilinu kemur til með að fermast á sunnudaginn næsta og drengurinn vildi barasta enga veislu takk! Sniff sniff mömmunni sem finnst svo gaman að stússast í allskyns veisluveseni. Og þó ég held það verði svo kósí að dúllast með þetta heima, um tuttugu manns í mat svona það allra nánasta, drengurinn minn er svo lítill veislumaður í sér þessi elska, svo er honum nokk sama  þó hann fái þá einungis fáar gjafir, hann skilur reyndar ekkert í að hann geti ekki fermst í gallabuxum og hettupeysu, það sér það hvort sem er engin því ég verð í einhverjum kirtli utanyfir "bara sætur" En það er búið að dressa gæann upp í jakkaföt og alles, hann smþykkti glaður með að þurfa bara að nota dressið einu sinni á æfinni rétt eins og venjan er að minnsta kosti á þessum bæ.  Góða nóttSleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er satt að þú og þín fjölsk. eruð deyjandi tegund hehehe, en fínt að hafa litla sæta veislu og tapa sér eeki í einhverjum umbúðum... elskjú Erla Bergs

Erla Bergs (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband