Færsluflokkur: Bloggar
Fatta ekki?
14.11.2008 | 12:25
og fagna þar af leiðindum að þessi maður hafi sloppið
við hengingu, skil ekki hvaða tilgangi það á að þjóna
að launa ofbeldi með meira ofbeldi.
Slapp við hengingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Maður að meiri.
12.11.2008 | 21:43
Bush er maður að meiri í mínum huga
fyrir að iðrast gjörða sinna.
Ég get samt ekki sagt að ég hafi mikið álit á honum.
Bush iðrast orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju?
12.11.2008 | 21:39
Það getur tæplega farið fram hjá þeim sem umgangast barnið eins og til dæmis starfsfólki skóla, það er að segja hafi barnið á annað borð gengið í skóla. Foreldrar sem fremja jafn viðurstyggilegan glæp og þennan getur ekki verið sjálfrátt, þau eru greinilega alvarlega sjúk og hefðu ekki átt að hafa barn í sinni umsjón, ég geri ráð fyrir að einhver heilbrigður einstaklingur hafi umgengist litlu stúlkuna að einhverju leyti og furða mig á að ekki hafi verið búið að fjarlægja barnið af heimilinu.
Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir aðgerðaleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða tegund?
12.11.2008 | 11:14
Það er ekki nokkur vafi í mínum huga,
hann fær sér náttla cavalier, þeir eru blíðir,
fríðir, rólegir, fjörugir, skemmtilegir, og bara endalaust yndislegir, þeir hafa aðeins einn galla og það er hárlos en forsetinn hefur pottþétt efni á sjálfvirku ryksugunni svo það ætti ekki að koma að sök.
Sem sé cavalier í Hvíta húsið og það strax.
Forsetahundsins leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er ég nauðsynleg?
12.11.2008 | 11:05
Mér finnst alveg furðulegt hvað fólk getur endalaust karpað um hvort Guð sé til eður ey, sumum verður svo heitt í hamsi ef minnst er Guð eða trúmál að þeir hreinlega missa sig út í skítkast og leiðindi og fullyrða að það sé sko enginn Guð til, stundum hef ég á tilfinningunni að þeir hinir sömu rugli sér jafnvel saman við Guð, ég trúi á Guð "minn æðri mátt" ég veit ekki hvernig ég ætti að komast í gegnum daginn án hans, ég trúi á mátt sem er mér æðri, það hefur einhvernvegin aldrei hvarflað að mér að ég sé æðst allra, hins vegar hef ég aldrei lesið biblíuna og hef enga löngun til að lesa hana, ég þarf heldur ekkert að fara í kirkju til að tala við Gussa eða hlusta á presta predika, fer samt stundum í kirkju og þá af því að mér finnst presturinn sem er að predika í það skiptið skemmtilegur og efnið áhugavert, það eru sem betur fer til skemmtilegar messur á Íslandi líka þó sjaldgæfar séu, það er að segja fyrir minn smekk.
Mín bæn í dag og aðra daga hljómar svona.
Guð "æðri máttur" eins og ég skil þig
þú veist hvað er best fyrir mig
lát þetta eða hitt gerast eins og þú vilt
gef það sem þú vilt
eins mikið og þú vilt
og þegar þú vilt.
Guð "æðri máttur"
Ég afhendi þér vilja minn og líf til varðveislu í dag. Verði
vilji þinn, ekki minn. Ég bið um leiðsögn þína og leiðbeiningu.
Ég ætla að ganga í auðmýkt með þér og sköpun þinni.
Þú gefur mér þakklátt hjarta fyrir alla þá blessun sem þú hefur
blessað mig með. Þú ert að fjarlægja skapgerðabrestina sem eru
hindrun í lífi mínu. Þú gefur mér frelsi frá einþykkni minni.
Gef að kærleikur, samúð og skilningur fylgi hverri hugsun,
orði og verki í dag. Ég afhendi þér þá sem hafa komið illa fram við mig.
Ég þrái einlæglega sannleika þinn, ást, eindrægni og þann frið
sem þú átt svo mikið af.
Þegar ég fer út í dag til að gjöra vilja þinn, gef að ég megi rétta hverjum þeim hjálparhönd sem ég get og ekki er jafn gæfusamur og ég.
Minn æðri verndarkraftur hefur bjargað mér hingað til.
Ég er viss um að hann mun einnig vernda mig í dag.
Að öðlast trú á að framtíðin jafnt sem fortíðin sé í höndum Guðs,
léttir af okkur nauðsyn þess að hafa áhyggjur. Samt sem áður er ekki auðvelt að hætta að hafa áhyggjur. Það er okkar annað eðli, en með stöðugri þjálfun getum við látið af því.
Þakklæti losar okkur við neikvætt viðhorf. Ákvörðunin um að vera þakklátur fyrir kringumstæður okkar, lífsreynslu, okkar sérstaka viðhorf, breytir fljótt skoðun okkar á öllu sem gerist núna, og á öllu sem við mætum. Að viðurkenna að við ráðum hvernig dagurinn verður, neyðir okkur til að bera ábyrgð á þeirri gleði sem getur ávallt fallið í okkar skaut, eða óhamingju okkar. Að vera þakklátur er svo góð tilfinning.
Ég er svo lánsöm að eiga æðri máttarvöld sem ég get talað við í dag.
Ég get verið viss um að það verður annast um mig.
Þó að við gleymum Guði
þá gleymir hann okkur ekki.
Er Guð nauðsynlegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hver er ljótur?
12.11.2008 | 10:05
Ljótasti hundur í heimi dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki fordómar?
12.11.2008 | 09:46
er ekki árið 2008? Manneskjan óttast að pínulitla 14 ára dóttirin afberi ekki leigubílstjóra af öðrum kynstofni en hennar eigin, og helst af sama kyni líka. Litla barnið er nebbilega ekki vant fólki af asískum uppruna, eymingja stúlkan segi ég nú bara, hún hlýtur að hafa verið í stofufangelsi frá fæðingu, óþolandi hvað sumt fólk getur verið fokt opp í hausnum.
Dýrkeypt hringing eftir leigubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Allir á jólahlaðborð, jibbý!
8.11.2008 | 11:45
og ég veit ekki hvað og hvað!
Uppselt á jólahlaðborðin hva! Kreppa á Íslandi?
Sei sei sei, ekki ætla ég svo sem að dæma einn né neinn,
ég er nebbla á leiðinni á Vallarbrautina til foreldranna minna að snæða Íslenskt lambakjöt að hætti pabba sem er orðin svo góður kokkur nú í seinni tíð að maður kemst sko ekki í hálfkvisti við kappann í þeim efnum.
Fátt yndislegra en hádegisverður í faðmi fjölskyldunnar, rétt eins og í þá gömlu góðu.
Ríflega 7.000 hafa pantað í jólahlaðborð í Turninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vitlaus blaðasnápur.
8.11.2008 | 11:32
að svona blaðasnápum, hins vegar verð ég alltaf jafn undrandi á hvað fólk almennt veit lítið um hunda eins og þeir hafa þó fylgt manninum lengi,
það er aldrei góð hugmynd að vaða beint að ókunnugum hundi með einhver fleðulæti og klapp, hundurinn getur auðveldlega orðið hræddur og hann hefur ekki annað en kjaftinn til að verja sig, byrjar oft á að glefsa sem oftast dugar, sem betur fer fyrir paparassann í þessari "stórfrétt"
Hættulegur forsetahvutti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hryllingur.
8.11.2008 | 11:02
Enn leitað í rústum skólans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)