Náttúruhamfarir.

Móðir náttúra getur verið miskunnarlaus eins og hún sýndi í gær, ég er mikið fegin að búa ekki fyrir austan fjall.
Samúð mín er hjá fólkinu sem þarna býr, samt meigum við ekki gleyma hvað það er mikils virði að engin alvarleg slys urðu á fólki, það er eitthvað svo ótrúlegt hvað allir sluppu vel líkamlega, auðvitað á fólkið eftir að glíma við ýmislegt, það segir sig bara sjálft. Margir eru örrugglega illa skelkaðir og andlega þjáðir eftir þessar hamfarir, fyrir nú utan að fólkið þarf líka að glíma við eignamissinn, sumt er aldrei hægt að bæta. Ég sendi öllu þessu duglega fólki mínar samúðar og baráttukveðjur.
Það er aðdáunarvert hvað fólk virtist eitthvað yfirvegað, jafnvel þó auðvitað hafi öllum verið illa brugðið.


mbl.is Ingólfsskáli eyðilagðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband