Komin aftur á bloggið.

Loksins sest ég niður fyrir framan tölvuna mína, búin að vera í ómeðvitaðri bloggpásu um hríð. Stundum er sólahringurinn aðeins of stuttur fyrir mig, búið að vera mikið span og sonna, annars allt í gúdden svo sem. Síðastliðin laugardag útskrifaðist Steinar hennar Auðar sem stúdent og er hann fyrstur afkvæma okkar systra til að ljúka þeim merka áfanga, það var allt mjög hátíðlegt og gaman, svo var náttla slegið upp veislu um kvöldið fyrir vinina og við systurnar þjónuðum liðinu eins og okkur einum er lagið, buðum jafnframt fram skemmtiatriði sem okkur til mikillar furðu voru afþökkuð, við sem getum alltaf hlegið að eigin bröndurum, en það er víst ekki nógu gott ef engum öðrum svo mikið sem stekkur bros á vör, hvað þá meira. Furðuleg þessi börn okkar, þau eru reyndar löngu hætt að kippa sér upp við fíflaskapinn í okkur systrunum enda öllu vön í þeim efnum, þar sem við höfum verið duglegar að halda þeim við efnið frá blautu barnsbeini.

Ég vildi óska að allir ættu foreldra eins og ég, í gær komu þau bara með 1 stykki hjól fyrir skvísuna "sko mig" já, já, keyptu þetta líka flotta hjól með dempurum og alles, takk elsku mamms og pabbs. Ekki skortir mig hjólafélaga, systan mín er náttla alltaf til í útivist og hreyfingu svo ætlar Anna Margrét að koma í hjólatúra líka.

Þarf að skreppa í höfuðborgina á eftir með dömuna mína til læknis svo var þessi elska að fá æfingaleifi þannig að nú slepp ég ekki lengur, Ó may God! Ef þið mætið okkur mæðgum og sjáið að hún er undir stíri, nú þá bara víkið þið úr vegi hið snarasta, nei annars verið alveg róleg, hún hlýtur að vera eða að minnsta kosti hlýtur hún að verða afbragðsbílstjóri eins og mamman, hvað annað?

Bæ í bili þarf að skutlast með stráksan minn í klippingu og svo í Reykjavíkina. Gangið rólega inn í helgina, það ætla ég að gera, og verið góð við kvort annað, og ef þið hittið mig, verið þá endilega líka góð við mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband