Áfengislaus hvað?

Á Íslandi þarf allt að vera annað hvort svart eða hvítt, við kunnum ekkert sem heitir millivegur. Banna banna banna! Hver er tilgangurinn með boðum og bönnum? Að farið sé eftir þeim reikna ég með, samt ekki endilega þar sem oft er mjög auðvelt að finna einhverja sérleið fram hjá banninu. Eins og t.d. margumræddar bjórauglýsingar bera með sér. Og hvaða andskodans máli skiptir þó skotið sé inn í endrum og sinnum að hægt sé að fá alkahól frían bjór, ætli stór hópur íslendinga sé mikið að drekka hann? Þeir fara þá alla vega fínt með það. Framkvædarstjóri Vín Tríó ehf. sem flytur inn Bavaria, lætur hafa eftir sér að hingað til hafi menn leyft sér aðeins frjálsari auglýsingar á Internetinu heldur en t.d. í blöðum.

Það er akkúrat þetta sem mér finnst svo neyðarlega hallærislegt. Menn hafa leyft sjálfum sér hitt og þetta af því að það er svo auðvelt segja: Þetta er á gráu svæði, en ekki á svörtu eða hvítu svæðu. Umræddur framkvæmdarstjóri heldur því svo fram að "alla jafna" auglýsi hann áfengislausan bjór 0,0% en í þetta skipti hafi það misfarist.

Skellir svo skuldinni á "2 global" fékk þá til að gera borða fyrir sig. Var svo að skoða þessa Bavaria-borða í gær og rak þá alveg óvænt augun í mistökin. En hann er nú búin að byðja þá um að leiðrétta málin. þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í aðstendendur Global

Það sem þeir svo hafa upp úr krafsinu er tvöföld auglýsing, ein frí í kaupbæti. Netið ku vera villta vestrið fyrir auglýsendur og þar vaða þeir uppi á sýnum eigin forsendum, þar er líka markhópurinn enda mun stærri hópur sem notar netið, margir löngu hættir að fletta blöðunum.


mbl.is Bjórinn flæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband