Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Rosa frétt.

Ekki vissi ég að það þætti fréttnæmt
að fullir Íslendingar lúskruðu hver á öðrum.


mbl.is Slagsmál á réttarballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverfa?

Jæja þá erum við mæðginin komin frá sála, og hennar grunur er sá að strákurinn minn sé með einhverfu, hún sagði mér að um leið og ég byrjaði að lýsa elsku litla drengnum mínum hafi henni dottið einhverfa í hug. Það sem bærist innra með mér er viss léttir, það er búið að vera svo svakalega erfitt að vita ekki hvað amar að barninu sínu, ég hef vitað árum saman að hann er sérstakur, hann er mjög mikið frábrugðin systkinum sínum.

Mér finnst afskaplega sorglegt að enginn af þeim sálfræðingum, barnalæknum, geðlæknum, þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sérkennurum, og hvað allir þessir sérfræðingar nú heita, sem ég hef leitað til með son minn alveg síðan hann byrjaði á leikskóla hafi svo mikið sem grunað að sonur minn gæti verið með einhverfu.

Bara greindur með öfuga lífsklukku og málið afgreitt, það hefur þó ekki einu sinni verið gerð á honum ein einasta svefnrannsókn, hvað þá heldur annað. Það er ekki eins og að ég hafi ekki flandrast með hann milli sérfræðinga í gegnum árin, en nei, nei, það er ekkert að þessum dreng.
Einhverju sinni var mér sagt að eitthvað vantaði upp á fínhreyfingar og jú kannski grófhreyfingar líka, látin mæta í nokkur skipti til iðjuþjálfa, og nokkur skipti til þroskaþjálfa og mér síðan sagt að hann þyrfti ekki að koma oftar.

Það sem ég hef lesið mér til um einhverfu bara í dag passar alveg við minn mann, ég ætla ekki að sóa tíma í að vera bitur og reið yfir því sem ekki var gert "´þó það sé hunderfitt" heldur nýta alla mína krafta til hjálpa elsku litla stráknum mínum sem hefur allt of oft átt erfitt um sína stuttu ævi. Hann er ekki á neinum lyfjum núna, einfaldlega vegna þess að þau lyf sem hafa verið prufuð á honum hafa aldrei gert honum neitt gott, svo ég einfaldlega hætti að gefa honum þessi lyf, enda fáránlegt að gefa barni lyf án þess að vita hvað er verið að meðhöndla. Hins vegar ætla ég að láta læknirinn og sálfræðinginn sem eru að meðhöndla hann núna, dæma um hvaða lyf gætu hjálpað honum. Þarf að bíða eftir niðurstöðum fram á næsta mánudag.

En svona er lífið bara, og nú ætla ég sko að berjast fyrir strákinn minn ef á þarf að halda. Varð að koma þessu frá mér hérna, nú líður mér líka betur, það er svo gott að koma hugsunum´sínum í orð.

Bæ, bæ, þar til næst.


Ekki dugnaður

Mér er lífsins ómögulegt að setja sama sem merki milli þessarar konu og dugnaðar, það fyrsta sem mér dettur í hug er geðveiki.
Hún hlýtur að álíta að hún eigi ein að sjá um að fjölga mannkyninu, oft er það einmitt fólkið sem ætti alls ekki að fjölga sér í stórum stíl sem lítur á það sem heilaga skyldu sína að búa til barn í hvert skipti sem það fær sér drátt Crying nei segi nú bara sona.

mbl.is Nítjánda barnið kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík hneisa.

Ég get ekki orða bundist enda er ég algjörlega yfir mig hissa og hneyksluð á hvað pissudúkkurnar sem ráða lögum og lofum í þessu landi eru gjörsamlega steindauðar úr öllum æðum, af hverju og í ósköpunum er ekki hægt að borga alla þá læknisaðstoð sem þessi litla stúlka þarf á að halda? Það er nú ekki eins og þessir kandídatar séu alveg skítblankir þegar þeir eru að dandalast út um allan heim með skattpening okkar landsmanna, ausandi peningum hægri, vinstri, svo tala þeir um landkynningu!
Mér finnst alla vega ekki góð landkynning að tíma ekki að borga lækniskostnað fyrir fárveikan landa sinn, sem er lítið saklaust barn.
Mér verður hreinlega óglatt.


mbl.is Fólk leiti annars álits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"skemmtanahald"

Alveg er þetta "skemmtanahald" orðið skelfilegt hér á landi, það virðist snúast um heppni hvort fólk tínir lífinu í þessu rugli, mér líst hreint ekki á þessa ömurlegu þróun sem því miður er að verða daglegt brauð hérna hjá okkur, ég kemst heldur ekki hjá því að taka eftir að í mörgum tilfellum eru það útlendingar sem í hlut eiga, þó Íslendingar séu langt í frá einhverjir englar, spurningin er bara hvort við eigum ekki fullt í fangi með ofbeldisfulla Íslendinga, best væri að sjálfsögðu að hætta að flytja inn glæpalýð frá öðrum löndum, að minnsta kosti á meðan við höfum enga stjórn á okkar eigin glæpalýð.
mbl.is Blóðug árás í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

My ass!

Ekki kannski frétt, eða hvað?
Við getum þó örrgla flest verið sammála um
draumar okkar mannfólksins eru fjölbreytilegir,
suma dreymir stóra drauma, aðra ekki,
dæmi svo hver fyrir sig hvort þessi bandaríska kona
átti stóran draum eða lítinn.
Klappstýra! MY ASS!

mbl.is Stal nafni dóttur sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara blikka.

Bara að blikka afgreiðslufólkið og málið er dautt.
Þessi þróun fer nú að verða skuggaleg.

mbl.is Heyra greiðslukort brátt sögunni til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat nú skeð!

Vissi ég ekki! Þeir sleppa alltaf
billlegra en við þessir kallar,
annars leggur Guð ekki þyngri byrðar á okkur en við þolum.
Þess vegna þurfum við að bera þyngri bagga en karlkynið.
svo einfalt er það nú. Tounge

mbl.is Konur dreymir verr en karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagshugleiðingar móður

Sunnudagsmorgun og mín komin á ról fyrir 7, hvað er að ske?
Já og meira að segja bara bráðhress og til í allt, eða sonna næstum allt. Dóttirin var að koma heim eftir djammferð úr borginni, borginni sem ég er fædd og alin upp í, mér finnst æskustöðvarnar alltaf verða meira og meira framandi eftir því sem árin líða, enda kannski ekki ýkja margt sem minnir á Reykjavíkina í dag og Reykjavíkina sem ég ég ólst upp í.
Þá fóru við krakkarnir í mjóddina á skauta og í útilegur með tjald og tilheyrandi. Þar byggðu við líka heilu kofaþorpin, vááá! Svo voru farnir ófáir berjatúrarnir alla leið upp í Seljahverfi Whistling

Já já maður er sko farin að hljóma eins og gömul kelling, sem ég er alls ekki.
Annars var ég svoooo fegin þegar heimasætan kom heim, hún fór á bílnum mínum "okkar" greinilega ekki minn einkabíll lengur, en þær fóru vinkonurnar sum sé að skoða næturlífið í borginni. Það er erfitt að sleppa þegar börnin manns eiga í hlut, ég reyndi árangurslaust að fá hana ofan af því að fara af því að mér fannst veðrið svo vont og af því að það var myrkur og bara af því að ég er alltaf svo skíthrædd um mína yndislegu unga, en auðvitað spjaraði snátan sig, nema hvað.

Hún verður nú samt örugglega dáldið sybbin í vinnunni þessi elska, enda ekki langur lúr sem hún fær. Haukur Leó minn yndislegi ömmusnúlli fór heim með pabba sínum í gær, það er alltaf jafn himneskt að hafa litla kútinn, honum leiðist nú ekki heldur hjá ömmunni sinni og var ekkert á því að fara heim. Við fórum að sjálfsögðu í kaffi og með því hjá langömmu og langafa í gær, þeim stutta leiddist það aldeilis ekki heldur.

Ég á svo að mæta með hann Snorra minn hjá sála á morgun, ekki alveg það skemmtilegasta sem hann gerir það vita þeir sem hann þekkja að honum finnst ekkert afspyrnu gaman að ræða við fólk, og gildir þá einu hvort hann þekkir viðkomandi eitthvað persónulega. Vona bara að þessi kona komist að einhverri niðurstöðu, það er í vinnslu hvort hann verður settur á lyf við athyglisbrest sem myndu líka hjálpa í sambandi við félagsfælnina, ég er samt algjörlega á móti þunglyndislyfjum fyrir hann enda búið að prófa þann pakka.

Svo er það tölvufíknin sem á að taka á, það verður erfitt en mig hlakkar samt til að takast á við það með honum. Læknirinn hans var að fá umsókn frá 2 sálfræðingum og einum lækni um strákinn minn, sem segir kannski soldið mikið, umsögnin hljóðaði upp á akkúrat það sem ég vissi fyrir fram, þau voru engu nær og komust ekki að neinni einni niðurstöðu sem er alls ekki skrýtið af því að hann Snorri minn er ekki alveg að tala yfir sig, svo dulur strákurinn, og ekki beint að opna sig fyrir ókunnuga, ég er sú eina sem hann talar við eitthvað náið og ekki er það þó mikið sem ég næ upp úr honum. En ég set allt mitt traust á þennan nýja sála, hún er sérfræðingur í erfiðum einstaklingum svo ég er bara bjartsýn.

 


Misjafn er smekkurinn

Misjafn er smekkur okkar mannanna, sem er náttla eins gott. Það liti hálfkindarlega út ef allir hefðu sama smekkinn, en svona í óspurðum fréttum langar mig að deila minni skoðun á gaflara ársins, jafnvel þó ég þekki hann ekki persónulega þá hef ég ekki komist hjá því að verða vör við hann í gegnum tíðina.
Mér finnst hann sum sé frekar leiðinlegur músikant, einnig hefur mér oft fundist hann yfirborðskenndur og hrokafullur, hann er líka eitthvað svo mikið vonabí heimsfrægur karlgarmurinn.
Ég á ekki einu sinni eitt uppáhaldslag með BóBó  margir af hans frægu smellum finnst mér alveg hrútleiðinlegir.
Samt sem áður til hamingju með titilinn Bó Wizard

mbl.is Bó Halldórs er Gaflari ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband