Kreppukjaftæði.

Það mætti halda að allt væri á hraðri leið til Andskotans, ég held að við verðum bara að spara, spara, og SPARA. Kaupa ódýrar jólagjafir og skera niður allan óþarfa, éta svo hrísgrjón í öll mál. Það er búið að vera svo mikið góðæri og við höfum bruðlað í allar áttir, það drepst nú enginn þó hann þurfi kannski að láta eitthvað á móti sér, sleppa bara heimsreisunum, aka um á ódýrum gömlum bílum "nóg er til af þeim í landinu" annars get ég ekki sagt að ég hafi vaðið í peningum í þessu svokallaða góðæri okkar, þannig að ég þarf ekkert að breyta mjög miklu í mínu bókhaldi.
Það eru örugglega mjög margir í sömu sporum og ég, ná rétt að láta enda ná saman og jafnvel ekki einu sinni það, og það hefur ekkert breyst 1 2 og 3.

Auðvitað hlýtur þessi kreppa að gera mestan usla hjá þeim sem hafa ausið peningum í allar áttir og lifað hátt, að minnsta kosti hljóta þeir að þurfa að skera niður eins og við fátæklingarnir, váá! Hljómaði kannski pínu biturt, ég er samt alsæl með lífið og tilveruna þrátt fyrir þetta grautleiðinlega kreppukjaftæði, tek einn dag í einu og nýt hans í botn.

Bæjó spæjó.


mbl.is Lausafjárkreppan versnar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband