Svipta þá í 5 ár.

Mín vegna mættu þeir vera próflausir næstu fimm árin,
ég skil ekki hvað sumir krakkar eru að hugsa þegar þeir eru komnir út á göturnar, það er að segja ef þau eru eitthvað að hugsa yfir höfuð, ég var einmitt að koma úr ökutúr með minni 17 ára títlu og ekki byði ég í ef hún keyrði svona eins og hálfviti, hún er reyndar í æfingaakstri enn og það fer ekkert á milli mála að 17 ára krakkar eru algjörlega reynslulausir bílstjórar eins og lög gera ráð fyrir, já ég myndi sko ekki lána mínum ungum bíl ef þau hefðu ekki meira vit í sínum kolli en þessir litlu töffarar en vonandi læra þeir af reynslunni og láta af gelgjustælunum........Ef að menn ætla að vera úti í umferðinni þá einfaldlega verða þeir að sýna fram á að þeir séu orðnir nógu þroskaðir og séu færir um að láta skinsemina ráða, ef þeir hins vegar eru enn á gelgjunni væri öllum fyrir bestu að þeir létu vélknúin ökutæki alveg í friði, þar til þær væru komnir yfir mestu töffarastælana.
Það er nebbla ekkert rosalega töff að vera í hjólastól, eða það held ég alla vega.

mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir kappakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta lagi voru þessir strákar 18 ára að verða 19 ára. MBL að gera uppá bak með þessari frétt sinni, bersýnilega. Það er líka auðvelt fyrir ykkur sem þekkið þessa stráka ekki að setja ykkur á háann hest og dæma með þröngsýni sem einkennir íslendinga í dag. Það kemur fyrir að menn geri mistök, og ég segi menn afþví þeir voru báðir löngu orðnir 18 þegar þetta gerðist.

Þetta er þeirra fyrsta brot og var þeirra skjöldur algjörlega hreinn, ekki stöðumælasekt.. bara ekki neitt! og þú á þínum háa hesti ætlast til að þessir ungu menn missi prófið í 5 ár!, sem er fáránlegt því hæstu mögulegu viðurlögin er eilífðar svipting, en taktu eftir.. eilífðar svipting eru aðeins 3 ár!, spurning um að kynna sér þetta aðeins áður en þú ferð að gagga á veraldar vefinn.

Þessir strákar voru heppnir að drepa sig ekki og aðra þarna, eru þeir gangandi í dag og lifa sínu lífi eðlilega. Þeir hafa svo sannarlega lært af þessu og eru betri menn fyrir vikið. Mistök eru nú einu sinni til að læra af þeim!

Ef allir væru nú bara eins fullkomnir og þú.. uss þvílíkur heimur sem við værum að lifa í..

P.S. Nú hef ég lokið máli mínu. Svo það komi fram þá vill ég alls ekki að þú takir þessu innleggi mínu sem einhverri móðgun. Ég þekki báða þessa menn og fannst rétt að þeirra hlið fái líka að heyrast.

Ingi (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: hofy sig

Sæll Ingi. Það þarf nú meira til að móðga mig en innlegg þitt, það sem ég skrifa hér á síðuna eru eingöngu mínar skoðanir, ef að mönnum sárnar eitthvað skrif mín verður bara svo að vera, 18 ára guttar eru ekki mjög reyndir bílstjórar, jafnvel þó að þeir telji sig kannski til mikilla manna. Ég þekki lögin um ökusviptingar og veit full vel að eilífð merkir 3 ár í þessu sambandi, það breytir þó ekki minni skoðun á svona labbakútum sem ekki geta farið eftir einföldum reglum enda finnst mér að það mætti herða lögin all verulega í þessum málum, gildir þá einu hvort ég þekki viðkomandi eða ekki, það gerir menn ekkert að betri bílstjórum þó ég þekki þá, það hafa því miður nokkrir mér nákomnir verið sviptir ökuréttindum og ekki dettur mér í hug að verja þá, þú talar um að ef allir væru jafn fullkomnir og ég væri heimurinn eitthvað skrítin, en það eru þín orð að ég sé fullkomin, ekki mín. Og þetta með hestinn, tja ég veit svo sem ekki, en ég veit þó að mistök eru og eiga að vera til að læra af þeim svo framalega að þau séu ekki of dýru verði keypt. Ég hef oft gert mig seka um mistök, og ég reyni að læra af þeim, ég reyni líka að taka gagnrýni......stundum gengur það vel, stundum ekki...

hofy sig, 31.5.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hófý, ég skil hvað þú átt við en finnst þú full dómhörð þarna. Öll gerum við mistök og vonandi lærum við af þeim.

Haraldur Bjarnason, 1.6.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband