Hrikalegt.

Ég get ekki hætt að hugsa um þetta hrikalega mál, það er stórundarlegt að engum lifandi manni hafi svo mikið sem dottið til hugar að grennslast fyrir um afdrif vesalings konunnar. Mér finnst afskaplega einkennilegt að móðirin hafi bara tekið því eins og hverju öðru hundsbiti að dóttir hennar hverfi af yfirborði jarðar.
Ef hún er í lagi (móðirin) þá tel ég nokkuð víst að hún hefði ekki kyngt því bara sí sona þegar eiginmaður hennar kom og tilkynnti að dóttirin væri horfin án þess að eitthvað hefði bent sérstaklega til að hún væri í einhverjum vandræðum.
Einnig trúi ég ekki að henni hefði þótt ofureðlilegt að maður hennar kæmi með barnabörnin eitt af öðru og segðist hafa fundið þau út á tröppum.
Ég er ansi hrædd um að ekki séu öll kurl komin til grafar í þessu máli,
annað hvort er móðirin ekki heil á geði, þó nágrannar hafi talið hana eðlilega eins og alla fjölskylduna reyndar, eða þá að hún er svona hryllilega kúguð og illa farin eftir sambúðina við skrímslið að hún er alls ófær um að gera mun á góðu og illu.
Mér finnst líka stórfurðulegt að  eymingja konan (dóttirin) skuli yfir höfuð vera á lífi.
Auðvitað nær hún sér aldrei og ekki heldur börnin sem voru lokuð inni með henni.
Þetta er skelfilegra en allt skelfilegt.
Svo iðrast gerpið ekki einu sinni gerða sinna, sjálfsagt er hann ekki fær um það, enda mjög svo sjúkur einstaklingur.
 

mbl.is Sýnir enga iðrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband