Að sjálfsögðu

Að sjálfsögðu vilja Færeiyingarnir losna við hann, það kostar sitt að halda honum uppi, og örugglega réttast að reka hann til síns heimalands, við Íslendingar ættum að hafa vit á að gera slíkt hið sama, reka alla útlenska afbrotamenn beina leið heim til sín, og reyna að laga fangelsis málin hér á landi, þannig að menn komi út sem betri einstaklingar, það er til skammar hvernig aðbúnaður er í fangelsum hér á landi, það á að sjálfsögðu að reyna að gera þá sem hafa ekki ratað réttu leiðina í lífinu að betri mönnum, ekki bara dæma og dæma, ég er sannfærð um að margir fangar eru ekkert verri en ég og þú, þeir þurfa hjálp fyrst og fremst og eitthvað uppbyggilegt til að stefna að, en ekki endalausar pillur til að halda þeim rólegum og dofnum, fangelsi eiga ekki að vera geimslur, þau eiga að vera betrunarheimili.
mbl.is Vilja vísa Íslendingi úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband