Brjálaða Gamlárskvöld

Jæja þá styttist árið óðum í annan endann, sprengjusérfræðingar stórir og smáir eru farnir að hita upp fyrir kvöldið mikla. Allt á að vera svo æðislegt og allir ætla sko að sletta hressilega úr klaufunum, en því miður verður raunin oft önnur, síðasta kvöld ársins stendur sjaldnast undir væntingum. Sumir eru orðnir helst til málgefnir fyrir skaup og blaðra tóma steypu yfir sjálfu áramótaskaupinu sem svo aftur verður til þess að þeir sem enn eru þokkalegir missa af fyndnu bröndurunum, ef einhverjir eru, þá sturta þeir bara alminnilega í sig svo þeir geti nú sagt þeim málgefnu ærlega til syndanna.

Svo upphefjast miklar rökræður um eitthvað sem engu máli skiptir, raus, raus, raus, tuð, tuð, tuð, allir orðnir moðfullir og drepleiðinlegir. Hurru hva ert þúúú að rífa kjafft þanna vitliþingurinn þinn? Þegiðþú nú þanna þilliibyttan þín og ðeyndu baða að veða ekki alltaf að eyðileggja ðþemminguna anna ðþíflið itt.

Váááá! Klukkan allt í einu orðin tólf, allir út að sprengja flottu og rándýru terturnar sínar, Langerði Hallbrók og vinkonur hennar, svo náttla bara heldur djammið áfram eitthvað fram á nýjársdag og sonna. WizardWizardW00t

Nei nei, enga svona vitleysu takk, alla vega ekki hjá minns, við ætlum sko að skemmta okkur án söngvatns og leiðinda þessi áramótin, við höfum hugsað okkur að gúffa í okkur kalkún með tilheyrandi, svo kemur Systan mín með sína heimsfrægu áramótabombu sem við slöfrum í okkur, smjatt, smjatt, slurp, slurp, slurp, uppskriftin er fjölskylduleyndarmál svo ég get ekki gefið hana upp enda væri hún þá ekki leyndarmál, en ég get sko sagt ykkur það að góð er hún, hún er eiginlega ósvífnilega góð og flott í laginu , hún er svona eins og Hallgrímskirkja að lögun en ekki alveg eins löng, samt næstum því.Tounge

Mig langar mest til að kyssa essa köku,Kissing af því að hún er bara bestust og langflottust. Skyldi maður vera í lagi? svaka skrif um eina fo..... köku. Nei nei ég er ekkert í lagi, og hef aldrei reynt að halda því fram........

En góða nótt og sofið rótt, kæru vinir.InLoveHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband